Íris Þórsdóttir er á þriðja degi í sóttkví eftir frönskunám í Frakklandi. Þar hugðist hún dvelja í fimm vikur en ákvað að drífa sig fyrr heim af ótta við að festast í Frakklandi. „Í raun held ég að ég hafi rétt sloppið.“
Að senda ást á milli staða
Áður en hún fór út hafði hún þróað aðferð fyrir sig og syni sína, sem eru fimm ára gamlir, til að hugsa um hvert annað. „Ég undirbjó það þannig heima að ég lét þá prófa að hugsa til mín og sagði þeim að þegar þeir gerðu það þá væri ég að senda ást til þeirra til baka og það gæti farið yfir allan hnöttinn. Um leið og þeir prófuðu að hugsa til mín þá fundu þeir fyrir hlýju í hjartanu og það sama átti við um mig. Við getum alltaf notað þetta og eins og þeir segja sjálfir, þá virkar þetta alltaf. …
Athugasemdir