„Fólki er refsað fyrir að flýja stríðsátök og reyna að koma sér og ástvinum sínum í skjól. Skilaboðin til þeirra frá umheiminum eru skýr: það er ekki pláss fyrir ykkur í „okkar“ heimi!“ segir kanadískur læknir sem hefur starfað í Moria-flóttamannabúðunum í Lesbos.
Hinn 27. febrúar síðastliðinn tilkynntu tyrknesk stjórnvöld að þau ætluðu ekki lengur að hefta för flóttafólks sem vill komast til Evrópu en landamærin hafa verið lokuð í fjögur ár. Um þrjár og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi eru í Tyrklandi. Sama dag og landamærin voru opnuð þyrptist flóttafólk í þúsundatali að landamærunum til að reyna að komast yfir til Grikklands. Stefnan er tekin á Evrópu þar sem flest fólkið vill komast í skjól eftir áralanga nauðungarvist í óhrjálegum búðum í Tyrklandi. En í Grikklandi hefur þeim verið mætt af mikilli hörku síðustu vikur. Þungvopnaðir grískir landamæraverðir hafa sprautað táragasi yfir fólk og hafa svarað grjótkasti flóttafólks með …
Athugasemdir