Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sárþjáð samfélag sem heimsbyggðin hefur brugðist

Sam­fé­lag­ið á eynni Les­bos er und­ir­lagt sorg, ótta og eymd. Það sem mæt­ir flótta­fólki sem taldi sig vera að kom­ast í skjól frá stríði er ann­ar víg­völl­ur. Um­heim­ur­inn hef­ur brugð­ist fólki sem flýr stríð og það er geð­þótta­ákvörð­un að hundsa hjálp­arkall fólks í neyð. Þau ríki sem senda fólk aft­ur til Grikk­lands eru ábyrg fyr­ir því þeg­ar slæmt ástand verð­ur enn verra. Þetta er með­al þess sem við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem starfa fyr­ir hjálp­ar- og mann­úð­ar­sam­tök segja um ástand­ið í Grikklandi þessa dag­ana.

Sárþjáð samfélag sem heimsbyggðin hefur brugðist
Hólpin, en aðeins í skamma stund Sýrlenskir flóttamenn lenda frá Tyrklandi á grísku eyjunni Lesbos. Mynd: Páll Stefánsson

„Fólki er refsað fyrir að flýja stríðsátök og reyna að koma sér og ástvinum sínum í skjól. Skilaboðin til þeirra frá umheiminum eru skýr: það er ekki pláss fyrir ykkur í „okkar“ heimi!“ segir kanadískur læknir sem hefur starfað í Moria-flóttamannabúðunum í Lesbos. 

Hinn 27. febrúar síðastliðinn tilkynntu tyrknesk stjórnvöld að þau ætluðu ekki lengur að hefta för flóttafólks sem vill komast til Evrópu en landamærin hafa verið lokuð í fjögur ár. Um þrjár og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi eru í Tyrklandi. Sama dag og landamærin voru opnuð þyrptist flóttafólk í þúsundatali að landamærunum til að reyna að komast yfir til Grikklands. Stefnan er tekin á Evrópu þar sem flest fólkið vill komast í skjól eftir áralanga nauðungarvist í óhrjálegum búðum í Tyrklandi. En í Grikklandi hefur þeim verið mætt af mikilli hörku síðustu vikur.  Þungvopnaðir grískir landamæraverðir hafa sprautað táragasi yfir fólk og hafa svarað grjótkasti flóttafólks með …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár