Muhammed Zohair Faisal fagnaði sjö ára afmæli um síðustu helgi, en skuggi var yfir veisluhöldunum. Á mánudag stóð til að sækja Muhammed og fjölskyldu hans klukkan fimm og flytja úr landi í fylgd lögreglu. Til Pakistan, en þangað hefur Muhammed aldrei komið. Í rúm tvö ár hefur hann búið hér á landi, aðlagast íslensku samfélagi og náð tökum á tungumálinu. Hann gengur hér í skóla og greindi frá því að hann ætlaði að mæta í skólann á mánudag eins og vanalega, læra og leika sér við vini sína, en fara svo úr landi, og vonaðist til að hann gæti tekið heimavinnuna með.
„Okkur er alveg ótrúlega létt,“ segir Faisal, faðir Muhammeds, því á sunnudagskvöld var tilkynnt að brottvísun fjölskyldunnar yrði frestað. Fyrr um daginn stóðu foreldrar skólafélaga og vinir fjölskyldunnar fyrir samstöðufundi í Vesturbæjarskóla. Þangað streymdi fólk, fullt var út úr dyrum, en talið er að hundruð hafi …
Athugasemdir