Það eru 20 ár síðan Hugo Chávez var kosinn forseti ríkasta lands Suður-Ameríku, Venesúela. Síðan hafa 6 milljónir landsmanna, 20% þjóðarinnar, flúið efnahags- og félagslegt hrun. Landið er orðið það fátækasta í álfunni, með verðbólgu sem er 10 milljón prósent núna og hæstu glæpatíðni í heimi.
Flestir sem sóttu um alþjóðlega vernd hér heima á síðasta ári, eða 180 einstaklingar, komu einmitt frá Venesúela.
Í júní, rétt norður af miðbaug, þar sem sólin gengur í hring þráðbeint fyrir ofan hvirfilinn, horfði ég á strauminn af Venesúelum koma yfir til Brasilíu. Fjögur þúsund flóttamenn á dag. Auðþekkjanlegir, eins og allt flóttafólk sem ég hef séð, hvar sem er í heiminum. Það er þungur bakpokinn á hryggnum, sem er þeirra einkenni.
Launin mæld í þyngd
Fyrir framan stærstu flóttamannabúðirnar í Boa Vista, …
Athugasemdir