Hin árlega skýrsla American Cancer association kom út að venju í byrjun janúar. Í henni eru nýjustu tölur úr faraldsfræði krabbameina raktar. Þar koma fram bæði góðar og slæmar fréttir, á heildina litið hefur dánartíðni vegna krabbameina lækkað. Raunar má segja að hún hafi lækkað dramatískt síðan dánartíðnin var hæst árið 1991, en sé dánartíðnin árið 2017 borin saman við árið 1991 hefur hún lækkað um 29%.
Með því að rýna í tölur skýrslunnar má lesa ýmislegt um samfélagsgerð vestrænna samfélaga. Í pistlinum hér á eftir verður lauslega farið yfir helstu niðurstöður skýrslunnar og helstu ástæður þeirra. Best er þó að byrja á byrjuninni – um hvað við raunverulega erum að tala – krabbamein.
Hvað er krabbamein?
Krabbamein er samheiti yfir sjúkdóma sem lýsa sér í offjölgun frumna í líkamanum. Yfirleitt myndast æxli þegar um krabbamein er að ræða, en það er þó ekki algilt þar sem offjölgun á blóðmyndandi …
Athugasemdir