Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Korter í stríð

All­ir virð­ast hafa grætt á átök­un­um milli Ír­ans og Banda­ríkj­anna. Stríð mun til skamms tíma þjappa al­menn­ingi sam­an að baki leið­tog­an­um, bæði í Ír­an og Banda­ríkj­un­um. Gunn­ar Hrafn Jóns­son kort­legg­ur leið­ina að stríðs­átök­um sem geta far­ið úr bönd­un­um.

Stríð virtist nánast óumflýjanlegt eftir að Bandaríkjastjórn felldi æðsta hershöfðingja Írans í óvæntri loftárás en von er um stundarfrið eftir takmarkaða hefndaraðgerð Írana sem kostaði að sögn engin mannslíf. Ástandið er hins vegar nú orðið svo eldfimt að það virðist aðeins tímaspursmál hvenær blóðsúthellingar hefjist fyrir alvöru. Öflugir hagsmunir knýja á um stríð og herskáir bandamenn Trumps virðast ekki ætla að linna látum fyrr en allt fer í bál og brand.

Það má segja að stríð á milli Bandaríkjanna og Írans hafi verið í kortunum allt frá árinu 1979 þegar sjálfskipuðum konungi landsins var steypt af stóli í byltingu sem leiddi strangtrúaða klerka til valda. Konungur sá hafði lengi verið leppur ráðamanna í Washington og stjórnað landinu með harðri hendi í óþökk alls þorra almennings. Hann átti allt sitt ríkidæmi að þakka útsendurum CIA sem hjálpuðu honum að ræna völdum af lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra árið 1953.

Fyrir vikið varð sendiráð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár