Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gunna: Stór kona í Íslandssögunni

Guð­rún Ög­munds­dótt­ir kom í gegn bylt­ingu á rétt­ar­stöðu minni­hluta­hópa á Ís­landi.

Gunna: Stór kona í Íslandssögunni
Guðrún Ögmunsdóttir Lést á gamlársdag, 69 ára gömul, en áhrif hennar lifa áfram. Mynd: Hinsegindagar.is

Guðrún Ögmundsdóttir var ekki aðeins hjartahlý og réttsýn, eins og flestir muna hana. Hún var líka raunsæ, nagli og töffari. Og skaplaus var hún ekki.

Hér verður brugðið upp svipmynd af Guðrúnu, sem lézt á gamlársdag 2019 eftir snarpa baráttu við krabbamein, aðeins 69 ára gömul. Myndin er einkum af hinni opinberu persónu, sumsé hvernig Guðrún birtist í verkum sínum sem kjörinn fulltrúi í borgarstjórn og á Alþingi.

En líka sitthvað fleira.

Gunna

Fyrst þó þetta: Sá sem skrifar hér naut þess að eiga Guðrúnu að vini svo áratugum skipti. Það litar áreiðanlega þessa svipmynd og rétt er að fólk hafi það í huga við lesturinn.

Og það leiðir af sér annað: Héðan í frá verður talað um Gunnu. Í því felst engin óvirðing, þvert á móti. Þannig vildi hún birtast fólki. Sem Gunna Ögmunds eða bara Gunna Ö.

Þannig var Gunna.

Hvar er réttlætis þörf?

Allt frá upphafi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár