Fjögur háhitasvæði innan Reykjanesfólkvangs eru í sigtinu undir hugsanlegar virkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Seltún, Austurengjar og Sandfell hafa öll verið flokkuð í orkunýtingarflokk samkvæmt drögum að 3ja áfanga rammaáætlunar. Einungis Trölladyngja er eftir í biðflokki. Trölladyngja og Austurengjahver fóru í biðflokk. HS Orka er í viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um fyrirhugað virkjanasvæði við Seltún. Þeir hjá HS Orku eru reyndar hættir að tala um virkjanasvæði – núna heita þau „auðlindagarðar“ því það kann að láta betur í eyrum almennings.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Vilja breyta fólkvangi í virkjanasvæði
Í Krýsuvík er mikil náttúrufegurð sem dregur að sér fjölda fólks til útvistar og náttúruskoðunar. Krýsuvík er innan Reykjanesfólkvangs, sem stofnaður var formlega með friðlýsingu árið 1974. Vinsælasti áningarstaðurinn í Krýsuvík er hverasvæðið í Seltúni en á undanförnum árum hefur umferð ferðamanna þangað aukist gríðarlega. Hætt er við að svæðið missi aðdráttarafl sitt verði það virkjað eins og HS Orka hefur í hyggju.
Athugasemdir