Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vilja breyta fólkvangi í virkjanasvæði

Í Krýsu­vík er mik­il nátt­úru­feg­urð sem dreg­ur að sér fjölda fólks til út­vist­ar og nátt­úru­skoð­un­ar. Krýsu­vík er inn­an Reykja­nes­fólkvangs, sem stofn­að­ur var form­lega með frið­lýs­ingu ár­ið 1974. Vin­sæl­asti án­ing­ar­stað­ur­inn í Krýsu­vík er hvera­svæð­ið í Sel­túni en á und­an­förn­um ár­um hef­ur um­ferð ferða­manna þang­að auk­ist gríð­ar­lega. Hætt er við að svæð­ið missi að­drátt­ar­afl sitt verði það virkj­að eins og HS Orka hef­ur í hyggju.

Fjögur háhitasvæði innan Reykjanesfólkvangs eru í sigtinu undir hugsanlegar virkjanir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Seltún, Austurengjar og Sandfell hafa öll verið flokkuð í orkunýtingarflokk samkvæmt drögum að 3ja áfanga rammaáætlunar. Einungis Trölladyngja er eftir í biðflokki. Trölladyngja og Austurengjahver fóru í biðflokk. HS Orka er í viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um fyrirhugað virkjanasvæði við Seltún. Þeir hjá HS Orku eru reyndar hættir að tala um virkjanasvæði – núna heita þau „auðlindagarðar“  því það kann að láta betur í eyrum almennings.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár