Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Takk fyrir Ísland

Alia Zu­hir Dahh­an eða Monica, eins og hún vill láta kalla sig, er flótta­mað­ur frá Líb­anon. Monica er trans­kona sem flúði heima­land sitt vegna for­dóma og of­sókna í garð trans­fólks. Ey­þór Árna­son ljós­mynd­ari fékk að fylgja henni eft­ir í nokkra daga og heyra sögu henn­ar.

Transkonan Monica kom til Íslands þann 15. október síðast­liðinn í gegnum flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síðan þá hefur hún verið að aðlagast, eignast vini og reynt að koma sér inn í íslenskt samfélag sem er á flestan hátt ólíkt hennar fyrra lífi. Hún talar nánast enga ensku en er að læra íslensku og er aðeins farin að geta tjáð sig. Við gefum henni orðið.

Pabbi minn er frá Sýrlandi en móðir mín Líbanon. Reglurnar eru þannig í Líbanon að þú færð þjóðerni föður þíns. Þar af leiðandi var ég aldrei með líbanskt ríkisfang og átti aldrei möguleika á því að fá slíkt. Meðal annars á þeim forsendum gat ég sótt um að komast í flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Trans vinir mínir voru ekki svo heppnir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár