Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stundin birtir hagsmunaskráningu ritstjóra

Rit­stjór­ar Stund­ar­inn­ar greina frá hags­mun­um sín­um með sama hætti og al­þing­is­menn. Til­gang­ur­inn er að upp­lýsa um öll mögu­leg form­leg tengsl við hags­muna­öfl í stjórn­mál­um eða við­skipt­um.

Stundin birtir hagsmunaskráningu ritstjóra

Stundin birtir héðan í frá skrá yfir hagsmunatengsl ritstjóra miðilsins opinberlega. Ákvörðun um birtingu hagsmunaskráningar er tekin til að auka gagnsæi í störfum miðilsins. Stundin er fyrsti fjölmiðillinn hérlendis til þess að láta ritstjóra undirgangast sömu reglur og alþingismenn í skráningu hagsmuna.

Hagsmunaskráningin er birt á slóðinni http://stundin.is/stundin/hagsmunaskraning/

Ákvörðun um skráningu hagsmuna á sér stoð í samþykktum útgáfufélagsins Stundarinnar. Þar segir: „Stjórn er skylt að setja reglur er kveður á um að stjórn félagsins og ritstjórn sé skylt að skrá opinberlega á heimasíðu félagsins hagsmuni sína, meðal annars störf fyrir hagsmunasamtök, stjórnmálaflokka, lánafyrirgreiðslur vegna hlutafjárkaupa og eignir í hlutabréfum.“

Reglurnar gilda um núverandi og framtíðarritstjóra Stundarinnar. Núverandi ritstjórar Stundarinnar eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson.

Sú hagsmunaskráning sem Stundin styðst við er því sem næst samhljóða hagsmunaskráningu þingmanna, að viðbættum spurningum um störf fyrir stjórnmálaflokka. Þess ber að geta að hvorugur ritstjóra Stundarinnar hefur starfað fyrir stjórnmálaflokka.

Yfirtökuvarnir og ákvæði um valddreifingu

Einnig eru reglur í samþykktum Útgáfufélags Stundarinnar sem skylda hluthafa, sem eignast hefur meira en 33 prósent af hlutafé félagsins, til að upplýsa um uppruna lánsfjár að baki kaupum á hlutafé. Þá þarf samþykki meirihluta stjórnar til þess að einn aðili og aðilar honum fjárhagslega tengdir eignist meira en 10 prósent af hlutafé félagsins. Sérstakt samþykki stjórnar þarf til að einn aðili, að viðbættum aðilum honum fjárhagslega tengdum, fari með meira en 10 prósent atkvæðamagns á stjórnarfundum. Loks er valddreifingarákvæði í samþykktum félagsins um að enginn einn hluthafi geti farið með meira en 15 prósent atkvæðamagns á hluthafafundum, þrátt fyrir að eignarhlutur kunni að vera hærri.

Stundin er í eigu 16 aðila sem eiga allir undir 13 prósenta hlut. Hún var stofnuð fyrir tilstuðlan hópfjármögnunar í ársbyrjun 2015.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár