Embættismenn gerðu á sínum tíma uppreisn gegn Davíð Oddssyni utanríkisráðherra og neituðu að fara eftir reglugerð sem færði öll verkefni ráðuneytisins um þróunaraðstoð undir Þróunarsamvinnustofnun. Aðrir ráðherrar sögðu nei við sömu beiðni. Nú hafa embættismennirnir sannfært Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra og stofnunin er komin á dauðalista. Ef fer sem horfir og Alþingi samþykkir mun þróunaraðstoð fara alfarið undir deild í utanríkisráðuneytinu og lúta þar með pólitískri stjórn.
Áralöng átök
Átök hafa árum saman staðið um tilvist Þróunarsamvinnustofnunar en embættismenn utanríkisráðuneytisins hafa viljað leggja hana niður og yfirtaka verkefnin. Í dag eru þróunarverkefnin á tveimur stöðum. Þróunarsamvinnustofnun sér um hluta þeirra en ráðuneytið annast önnur. Átökin hafa tekið á sig ýmsar myndir og staðið í tíð að minnsta kosti sex ráðherra. Hápunktinum var náð þegar embættismennirnir fóru þess á leit við Davíð Oddsson, þáverandi utanríkisráðherra, að hann legði niður Þróunarsamvinnustofnun og færði verkefni hennar beint undir ráðuneytið. Þetta mál var rakið ítarlega í Heimsljósi, vefriti Þróunarsamvinnustofnunar. Eftir að hafa skoðað málið vandlega kvað ráðherrann upp um að það væri góð lausn að sameina þróunarverkefnin undir einn hatt. En embættismennirnir supu hveljur þegar hann sagðist ætla að færa þau undir Þróunarsamvinnustofnun og létta þeim af ráðuneytinu. Var af þessu tilefni
Athugasemdir