Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Spilling, mengun og fordómar vandamál í Kína

Ein merk­asta umbreyt­ing sam­fé­lags í mann­kyns­sög­unni hef­ur átt sér stað í Kína síð­ustu ára­tugi. Ójöfn­uð­ur, spill­ing, for­dóm­ar og meng­un eru hins veg­ar vax­andi vanda­mál.

Hinn mikli hagvöxtur í Kína á undanförnum áratugum hefur orðið til þess að fátækt hefur minnkað til muna. Frá því að teygja anga sína til flest allra landsmanna er nú orðinn tiltölulega stór hópur Kínverja sem skilgreina má sem nokkurs konar meðaltekjufólk undir harðstjórn kínverskra stjórnvalda. Umfang og hraði þessara miklu breytinga fyrir kínverskt samfélag er án efa einn af merkustu atburðum mann­kyns­sögunnar. Það eru þó margar vísbendingar sem gefa til kynna að næsti áratugur verði tölu­vert storma­samur fyrir kínverskt efnahagslíf og hagkerfið allt jafnvel þótt gjaldeyris­forði Kínverja sé eins mikill og raun ber vitni sem og fjarvera kröftugra andstöðuhópa við núverandi valdhafa. Það verður án efa spennandi að sjá hvernig efnahagsveldið Kína mun þróast á næstu árum og áratugum.

Þrátt fyrir gríðarlega miklar framfarir í Kína eftir fall menningar­byltingarinnar á 8. áratug síðustu aldar er þörfin nú á dögum verulega mikil fyrir enn frekari endurbætur. Má þar helst nefna áhrifavalda eins og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár