Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir harðindin hafa gefið íslensku þjóðinni „hraust gen“,„sterkbyggða líkama“ og „hnífbeitt hugarfar“

Pistla­höf­und­ur á Rómi, vef­riti ungra ís­lenskra hægrimanna, tel­ur að sér­stak­ir eig­in­leik­ar ís­lensku þjóð­ar­inn­ar, með­al ann­ars áhættu­sækni í við­skipt­um, séu „sterkt dæmi um það hvernig Þró­un­ar­kenn­ing Darw­ins virk­ar“.

Segir harðindin hafa gefið íslensku þjóðinni „hraust gen“,„sterkbyggða líkama“ og „hnífbeitt hugarfar“

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, pistlahöfundur á vefritinu Rómi.is, telur að „hraust gen“ og „sterkbyggðir líkamar“ Íslendinga séu gott dæmi um það hvernig þróunarkenning Charles Darwins virkar. Það sama eigi við um „hnífbeitt hugarfar“ þjóðarinnar. Hún segist hafa áttað sig á því eftir að hún flutti til Þýskalands. 

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir
Ragnheiður Björk Halldórsdóttir

Þetta kemur fram í pistli Ragnheiðar, Hinn stórhuga litli Íslendingur, sem birtist á Rómi fyrir helgi. Ragnheiður er menntaður iðnaðarverkfræðingur, hefur setið í stjórn Stúdentaráðs fyrir hönd Vöku og var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar 2013. Hún starfar nú í Þýskalandi og heldur utan um svokallaðan Business Presentation Event fyrir Formula Student Germany á Hockenheimring.

„Ég hef oft haft orð á því að Íslendingar séu mjög sterkt dæmi um það hvernig Þróunarkenning Darwins virkar. Fyrir um 10 öldum síðan komu fyrstu menn að landi á Íslandi. Kynslóð eftir kynslóð lifði af mikil harðindi, slæm veðurskilyrði og veikindi,“ skrifar Ragnheiður og bætir við: „Á síðustu þúsund árum má því áætla að líkamlega sterk og hraust gen hafi haft yfirhöndina og þraukað einna helst ef mark er tekið á Þróunarkenningunni. Það varð mér þó ljóst, eftir að hafa flutt erlendis, að Íslendingar hafi ekki einungis þróað með sér sterkbyggða líkama heldur einnig hnífbeitt hugarfar. Hugarfar, sem gerir það að verkum að við teljum okkur fátt vera ómögulegt. Sama hversu fjarstæðukennda eða mikilfenglega hugmynd við kunnum að fá er ekkert sem fær okkur stöðvað. Fyrst þau geta þetta, af hverju ekki við?“

Karaktereinkenni skýri fjölda eignarhaldsfélaga

Ragnheiður nefnir sem dæmi að á Íslandi séu stofnuð mun fleiri fyrirtæki miðað við höfðatölu heldur en í Þýskalandi og dregur þá ályktun að Íslendingar séu í eðli sínu áhættusæknari en Þjóðverjar. 

„Hér í Þýskalandi hef ég undrast mikið hugarfar Þjóðverja – sem er öðruvísi en ég hef kynnst,“ skrifar hún. „Í landi eins og Þýskalandi, sem framleiðir margar af mestu gæðavörum sem fyrirfinnast, og rekur einhver stærstu og árangursríkustu fyrirtæki heimsins, ríkir nefnilega menning fyrir varkárni. Áður en ráðist er af stað í framkvæmdir skulu öll sjónarmið vera tekin til hliðsjónar og sterkt öryggisnet og öryggisáætlanir vera fyrir hendi. Þeir eru einfaldlega síður áhættusæknir.“

Telur Ragnheiður að þegar upp er staðið hafi „karaktereinkenni beggja þjóða“ bæði kosti og galla. Greininni lýkur hún á orðunum: „Ég er ein af þessum stórhuga litlu Íslendingum sem mun aldrei gefast upp og aldrei hætta að trúa á sjálfa sig!“

Viðskiptaævintýrin skýrist af náttúruvali

Orðræðunni sem birtist í grein Ragnheiðar svipar mjög til kenningar um sérkenni Íslendinga sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, setti fram á útrásarárunum.

Árið 2005 hélt hann ræðu í London þar sem hann rakti viðskiptaævintýri Íslendinga til sérstakra eðliseiginleika þjóðarinnar. Sams konar málflutningur birtist í fyrirlestri forsetans hjá Sagnfræðingafélagi Íslands í janúar 2006 þar sem hann nefndi áhættusækni sem einn af meginþáttum „íslenska andans“. Í kjölfarið gagnrýndu sagnfræðingar forsetann fyrir þjóðernishroka.

Í bókinni Sjálfstæð þjóð: Trylltur skríll og landráðalýður greinir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðiprófessor, orðræðu íslenskrar þjóðernishyggju og bendir á að í aðdraganda hrunsins hafi skýringa á íslenska efnahagsundrinu verið „leitað í eðlisbundnum einkennum og var því jafnvel haldið fram að sökum náttúruvals yrðu Íslendingar í forystu í alþjóðlegum fyrirtækjarekstri“. 

Vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk

Vefritið Rómur var stofnað þann 14. febrúar 2016 sem vettvangur fyrir „ungt frjálslynt fólk“ til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Fram kemur í lýsingu á vefritinu að stefna þess sé að „hafa fagmennsku að leiðarljósi og leggja frjálslynd gildi til umræðunnar í vel rökstuddum greinum“. Tekið er fram að pistlahöfundar hafi frjálst efnisval og skoðanir þeirra kunni að stangast á. Á Facebook-síðu Róms má sjá að pistlahöfundar og ritstjórnarmenn hafa „lækað“ deilingu á grein Ragnheiðar Bjarkar.

„Mótvægi við þeim jaðarskoðunum sem flesta dálka hafa fengið í dagblöðum landsins og flætt yfir bakka athugasemdakerfanna“

Samkvæmt eins konar manifestói vefsins, Ómi Rómur, er hann „hugsaður sem mótvægi við þeim jaðarskoðunum sem flesta dálka hafa fengið í dagblöðum landsins og flætt yfir bakka athugasemdakerfanna“. Pistlahöfundar eru kallaðir „Rómverjar“ og fram kemur að sá vettvangur sé „sjaldséður þar sem því má treysta að staðreyndir búi að baki skoðanaskrifum. Rómverjar snúa vörn í sókn og gæta þess í hvívetna að skoðanir séu mótaðar með gagnrýnni hugsun og að fagmennska verði höfð að leiðarljósi“. 

Ritstjórn Róms skipa Erla María Tölgyes, Håkon Broder Lund, Ísak Einar Rúnarsson, Janus Arn Guðmundsson, Jón Birgir Eiríksson, Sigurður Tómasson og Tryggvi Másson. Auk ritstjórnar skipa stjórn félagsins þeir Þengill Björnsson og Albert Guðmundsson. Albert er formaður Heimdallar, ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Ísak Rúnarsson, Janus Arn Guðmundsson og Þengill Björnsson sitja í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár