Hildur Yeoman fatahönnuður býr í gamalli leiguíbúð á Barónsstíg. Fjölbreytt myndlist, skótau og íburðarmiklir stólar setja sterkan svip á heimilið. Hildur segir sjónvörp ljótar mublur og vill heldur hafa list og pottaplöntur í kringum sig.
Hildur flutti inn í íbúðina í mars síðastliðnum ásamt myndlistarmanninum Daníel Björnssyni og sex ára syni þeirra. „Okkur fannst þessi íbúð svo björt og falleg og svo er staðsetningin frábær,“ segir Hildur. „Ég labba niður götuna í búðina mína, Kiosk, það er stutt í sund og síðan kenni ég uppi í Listaháskóla sem er einnig í göngufjarlægð. Það er mjög þægilegt.“
Ljósin„Ég var að fá mér þessi ljós. Þau eru ný og í raun fyrsta hönnunin sem ég fjárfesti í. Þau fást í hönnunarvöruversluninni Snúrunni, en þar fæst einmitt skart eftir mig.“
Mynd: Kristinn Magnússon
Húsið á Seyðisfirði„Þessi mynd er miklu uppáhaldi en hún er eftir Sigga Eggerts vin minn. Við kynntumst í Listaháskólanum en hann gerði þessa mynd af húsi sem við áttum á Seyðisfirði. Hann kom í heimsókn, settist út í garð með tölvuna sína og teiknaði myndina. Svo gaf ég manninum mínum hana í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Við eigum ekki húsið lengur. Það er mjög ópraktískt að eiga hús á Seyðisfirði og vinna í Reykjavík. Ég var mjög mikið á Seyðisfirði þegar ég var barn því frændi minn bjó þar og á fjölskyldu þar og mjög marga vini. Þannig við förum mjög reglulega þangað.“
Mynd: Kristinn Magnússon
Framakonukjóll„Þetta er kjóll úr nýju línunni minni sem er komin í sölu í Kiosk. Hún er byggð út frá innblæstri sem ég fékk frá seiðkonum og blómum. Hún Kristbjörg á Seyðisfirði sýndi mér hvaða blómum maður á að blanda saman til að fá út mismundandi seiði. Þessi kjóll er mjög orkumikill. Seiðið á að auka sjálfsöryggi og kraft. Þetta er svona framakonukjóll.“
Mynd: Kristinn Magnússon
Stjörnuhiminn„Hekla vinkona okkar gerði þetta verk og þetta er sem sagt himinninn þegar ég fæddist. Daníel gaf mér hana einu sinni í jólagjöf. Hún gerir svona verk og þetta er ótrúlega skemmtilegt concept.“
Mynd: Kristinn Magnússon
Íbúðin er hólfuð niður á gamlan íslenskan máta í tvö svefnherbergi, tvær stofur, eldhús og baðherbergi. Það fyrsta sem maður tekur eftir eru tveir
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir