Rannsóknir hafa sýnt að prótín getur minnkað matarlystina og komið í veg fyrir ofát. Það er því hollráð að hefja daginn á því að borða prótínríka fæðu.
Ættirðu að borða morgunmat?
Talað hefur verið um að það að sleppa morgunmat haldist í hendur við þyngdaraukningu. Nú hafa rannsóknir sýnt að hvort sem þú borðar morgunmat eða ekki hefur engin teljandi áhrif á þyngdarbreytingar. Það eru hins vegar ástæður fyrir því af hverju það er góð hugmynd að byrja daginn á morgunmat. Til dæmis eru líkur á því að það bæti geðheilsu barna, unglinga og ákveðinna sjúklinga. Þetta veltur þó á gæðum morgunmatarins. Þrátt fyrir að sykrað morgunkorn hafi engin teljandi áhrif á þyngd getur verið að prótínríkur morgunmatur hafi önnur áhrif.
Athugasemdir