„Pólitísk svik eru gjarnan tengd loforðum sem reynist erfitt að uppfylla“
Fyrsta verkefni Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, eftir kosningar yrði að leggja niður mannanafnanefnd. Hann segist fá líkamlegt ofnæmi þegar hann finnur sig í umhverfi þar sem karlar sitja einir að ráðum.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, fór upphaflega óvart út í stjórnmál til að styðja við Jón Gnarr í Besta flokknum í borginni. „Ég hef haldið áfram í stjórnmálum af því að ég vil gera gagn og hef fundið að ég get haft jákvæð áhrif,“ segir hann.
Björt framtíð var stofnuð árið 2012 og bauð í fyrsta skipti fram í alþingiskosningum árið 2013. Flokkurinn fékk 8,2 prósenta fylgi og sex þingmenn. Björt framtíð er „frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing“ og hefur vakið athygli fyrir áherslu á ábyrg stjórnmál, meiri sátt og jákvæðari umræðu á Alþingi.
Óttarr tók við formennsku í flokknum á síðasta ári eftir að Guðmundur Steingrímsson hætti sem formaður. Á sama tíma hætti Róbert Marshall sem þinglokksformaður flokksins.
Aðspurður hvernig standi á því að flokkur sem hafi „meiri sátt“ sem eina af fjórum meginstefnum endi með uppgjöri tveggja
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir