Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Matreiðslunámskeiðið breytti lífinu

Auð­ur Ögn Árna­dótt­ir stofn­aði mat­reiðslu­skóla eft­ir að hún ramb­aði óvart inn á nám­skeið í Bretlandi.

Matreiðslunámskeiðið breytti lífinu

Auður Ögn Atladóttir hefur alltaf haft ástríðu fyrir mat og matargerð. Tíu ára gömul fékk hún Matreiðslubókin mín og Mikka í jólagjöf og þá varð ekki aftur snúið. Það var svo árið 2010 sem hún fór til Bath í Bretlandi á Jane Austen hátíð með leshringnum sínum að hún datt óvart inn á matreiðslunámskeið ólíkt því sem hún hafði áður kynnst. Skömmu fyrir brottför pantaði hún nokkrar matreiðslubækur af Amazon, eins og hún gerir stundum. Bækurnar komu nokkrum dögum fyrir brottför.

„Þegar ég var að blaða hratt í gegnum þær, því ég var að fara og hafði ekki mikinn tíma, dettur í fangið á mér póstkort frá höfundi einnar bókarinnar. Þessi maður skrifaði að hann væri nýbúinn að opna matreiðsluskóla í Bath og bauð lesendur velkomna þangað. Þetta var eins himnasending fyrir mig. Ég vissi ekki að þetta væri til og ég var akkúrat á leiðinni þangað. Þannig að ég dreif mig á netið og skráði mig á námskeið. Svo þegar við komum út þá virðist ég hafa klúðrað málum allsvakalega með því að gefa upp leigubílstjóranum upp heimilisfangið á skólanum en ekki íbúðinni sem við vorum búin að leigja. Þetta var ægileg rekistefna á meðan við vorum að finna út úr þessu en þá kom í ljós að matreiðsluskólinn var beint á móti íbúðinni. Þannig að þegar ég fór út um morguninn þá þurfti ég bara að taka fjögur skref til að komast í skólann. Þetta átti greinilega ekki að fara fram hjá mér.“

Hún vissi ekkert hvað hún var að fara út í en segir þetta hafa verið svo skemmtilega upplifun að eftir þetta reyndi hún að fara á matreiðslunámskeið í hvert sinn sem hún fór utan. Í brjósti hennar bærðist von um að einhver myndi koma á slíkum matreiðsluskóla hér á landi, þar til hún gafst upp á biðinni og ákvað að gera það sjálf, en fram að því hafði hún starfað sem innanhússtílisti. Úr varð Salt eldhús þar sem boðið er upp á fjölbreytt matreiðslunámskeið. Til að sinna kennslunni fær hún sérfræðinga í hverju fagi fyrir sig. „Maðurinn sem kennir marokkóska matargerð er uppalinn í Marakkó og þekkir matargerðina þar út og inn.“ Sjálf kennir hún ekkert nema bakstur á frönskum makrónum sem er það sem hún lærði á fyrsta námskeiðinu sem hún fór á og sérhæfði sig í. „Ég ákvað að setja eitt slíkt námskeið á dagskrána og kanna hvort einhver hefði áhuga á því. Síðan hef ég kennt 76 slík námskeið.“

Það var því mikil gæfa að detta óvart niður á þetta matreiðslunámskeið í Bretlandi árið 2010. „Það er nánast eins og ég hafi verið leidd áfram,“ segir Auður. 

Silungur sous vide

Sous vide eldunaraðferðin hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum, en aðferðin er meira en 200 ára gömul og hefur lengi verið notuð á veitingastöðum. Hún byggist á því að pakka hráefnum í matarplast og hægelda við kjörhita, þannig að maturunn verður lungamjúkur og safaríkur.

600 g silungur

2 msk graflaxblanda, 2 hlutar sykur og 1 hluti fín sjávarsalt

Dash af hvítum pipar

Matarplast

1. Kryddið silunginn með blöndunni, söxuðu dilli og hvítum pipar.

2. Pakkið fiskinum inn þannig að umbúðirnar haldi fullkomlega. Eldið sous vide yfir vatnsbaði í 20 mínútur á 43°C. Ef þú átt ekki sous vide græjur getur þú bakað silunginn í ofni á sama hita þar til hitamælir sýnir að fiskurinn hefur náð 43°C að innan.

3. Takið pokann úr vatninu og kælið.

Eldið kartöflur. Takið 3 sentímetra hringlaga form og mótið kartöfluna í fullkominn hring á disknum. Setjið nokkrar rækjur þar ofan á. Það getur verið fallegt að setja matskeið af silungshrognum á diskinn, en það er valkvætt. Skerið silunginn í bita og raðið á diskinn, bætið við ögn af birkireyktu salti og skreytið með steinselju, hjólkrónu eða karsa.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár