Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lögreglan fjarlægði albönsku fjölskylduna

Fjög­urra manna fjöl­skylda var fjar­lægð af heim­ili sínu í Barma­hlíð í nótt svo flytja mætti hana úr landi. Börn­in tvö sváfu með úr­klippu­bæk­ur af leik­skól­an­um á nátt­borð­inu síð­ustu nótt sína á Ís­landi.

„Mamma, gerðu það, ekki gráta,“ endurtók Klea litla, fimm ára, við móður sína þar sem þær sátu í sófanum heima hjá sér í Barmahlíð í Reykjavík í nótt og biðu þess að lögreglan kæmi.

Eins og stóð til í gær kom lögreglan og sótti albanska fjölskyldu um eitt í nótt og fór með hana á Keflavíkurflugvöll í þeim tilgangi að flytja hana úr landi til að fullnusta ákvörðun Útlendingastofnunar.

Á útleið
Á útleið Kevin heldur á tuskudýri við útidyrnar. Þetta var gjöf frá nýjum vini á Íslandi.

Maðurinn, Kastriot Pepaj, flutti til Íslands með fjölskyldunni til að forðast hefndir glæpagengis, eftir að hafa verið skotinn í höndina, og til að nálgast lyf og læknishjálp fyrir son sinn.

Klea litla kvaddi leikskólann í dag. Kennarinn grét og hún líka þegar hún kom heim. Henni leið vel þar, eins og þriggja ára bróður hennar, Kevin, sem glímir við slímseigjusjúkdóm. Á hverjum morgni talaði hann um það hvað hann hlakkaði til að fara í skólann. Núna sagðist hann vera stressaður. Hann vissi ekki hvað var að gerast. Foreldrar hans reyndu að svæfa hann fyrr í kvöld, því börnin fara vanalega að sofa klukkan níu, en hann þorði ekki að sofna. „Ef ég sofna þá fljúga mamma, pabbi og systir mín í burt frá mér. Þá fara þau til Albaníu án mín,“ sagði hann.

„Staðan er sú að það er að koma lögreglubíll til þeirra klukkan eitt í nótt og skutlar á Keflarvíkurvöll,“ sagði Hermann Ragnarsson, yfirmaður og félagi fjölskylduföðurins Kastriots, í gærkvöldi, þegar öll von virtist vera úti um að forða mætti brottflutningi fjölskyldunnar. Hermann hafði hjálpað Kastriot að koma undir sig fótunum á Íslandi, að eignast bíl og fá leikskólapláss fyrir börnin, svo eitthvað sé nefnt. En Hermann hafði ekki rétt fyrir sér, því lögreglan kom ekki á bíl, heldur rútu. Það stóð nefnilega til að flytja fleiri hælisleitendur úr landi í sömu ferð.

Lögreglan komin
Lögreglan komin Fjölskyldan frétti í gærdag að lögreglan kæmi klukkan eitt um nóttina og var þá of seint að bregðast við.

Hermann lýsti því að börnin vildu ekki fara að sofa í gær án þess að hafa úrklippubækur um líf þeirra á leikskólanum sér við hlið. Bækurnar eru litlar, hnýttar saman og plastaðar. Í þær er skrifaður texti um það sem þau hafa upplifað og límdar myndir sem sýna þau með öðrum börnum, leika sér í snjónum, leira og fleira. Þær lágu því á náttborðum barnanna síðustu nótt þeirra á Íslandi. „Þau vildu ekki fara að sofa nema að hafa þessar litlu bækur hjá sér. Minningarnar frá Íslandi. Rosalegt,“ sagði hann.

„Ég er búin að gráta í þrjá daga“

„Þetta er sorglegt ástand. Af því að hann er sjálfbær, hann er ekki að biðja um aðstoð. Þarf enga aðstoð frá opinberum aðilum og leigir sína íbúð sjálfur. Vildi bara vinna, borga sína skatta og lifa friðsælu lífi,“ sagði Hermann, sem er eigandi Meistaramúrs, þar sem Kastriot hefur starfað.

Ekki náðist í Ólöfu Nordal innanríkisráðherra gærkvöldi til að spyrja hana hvort til greina kæmi að stöðva brottvísun fjölskyldunnar áður en hún yrði að veruleika. Fordæmi eru fyrir því, en einnig er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

„Ég er búin að gráta í þrjá daga,“ sagði Xhulia, móðirin, þar sem hún beið lögreglunnar. „Ég er öll orðin grátbólgin og þrútin,“ sagði hún og brosti afsakandi. Dóttir hennar bað hana áfram að gráta ekki.

Farangurinn borinn
Farangurinn borinn Lögreglumenn flytja eigur fjölskyldunnar í rútuna.
Ferðin á flugvöllinn
Ferðin á flugvöllinn Lögreglan kom með rútu, þar sem flytja átti fleiri fjölskyldur úr landi í nótt.

Bless Ísland
Bless Ísland Kevin kveður heimili sitt og heldur í lögreglufylgd á Keflavíkurflugvöll.

Á meðal annarra sem flytja átti úr landi í dag voru hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með hjartagalla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Rottuheimar
GagnrýniDraumaþjófurinn

Rottu­heim­ar

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son rýn­ir í Drauma­þjóf­inn.
„Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni“
Fréttir

„Með eng­um hætti vil ég saka þing­menn um mútu­þægni“

Dóms­mála­ráð­herra gaf í skyn úr ræðu­stól Al­þing­is í dag að þing­menn þægju gjaf­ir frá nýj­um Ís­lend­ing­um sem hlot­ið hefðu rík­is­borg­ara­rétt frá Al­þingi. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir ráð­herr­ann að hon­um þyki „leitt að ég hafi ekki orð­að þann hluta ræðu minn­ar nægi­lega skýrt.“
Varnarblekkingin
Soffía Sigurðardóttir
Aðsent

Soffía Sigurðardóttir

Varn­ar­blekk­ing­in

Soffía Sig­urð­ar­dótt­ir seg­ir að frið­ar­stefna sé ekki hug­leysi. Hún krefj­ist þraut­seigju og hug­rekk­is að þora að fara í frið. Eng­inn fari í stríð af því hann sé hug­rakk­ur, til þess þurfi að­eins að vera ótta­sleg­inn.
Lét að því liggja að þingmenn þiggi gjafir fyrir að veita ríkisborgararétt
Fréttir

Lét að því liggja að þing­menn þiggi gjaf­ir fyr­ir að veita rík­is­borg­ara­rétt

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra lét þau orð falla á Al­þingi í dag að hann teldi til­efni til að skoða það í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hvort þing­menn í nefnd­inni hefðu tengsl við eða þeg­ið gjaf­ir frá því fólki sem feng­ið hef­ur rík­is­borg­ara­rétt með lög­um frá Al­þingi. Í kjöl­far­ið steig hver þing­mað­ur­inn á fæt­ur öðr­um í pontu til að bera af sér sak­ir og dóms­mála­ráð­herr­ann var sak­að­ur um dylgj­ur, at­vinnuróg og slúð­ur úr ræðu­stól.
Saka dómsmálaráðherra um að brjóta lög
Fréttir

Saka dóms­mála­ráð­herra um að brjóta lög

Ýms­ir stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn sök­uðu Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag um að brjóta lög með því að koma í veg fyr­ir að Út­lend­inga­stofn­un af­henti gögn varð­andi rík­is­borg­ara­rétt og var hann hvatt­ur til að íhuga stöðu sína al­var­lega. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kom Jóni til varn­ar.
Ómetanlegt að finna stuðninginn
Fréttir

Ómet­an­legt að finna stuðn­ing­inn

Öllu máli skipt­ir að hafa feng­ið að­stoð, fólk og tæki, aust­ur á land eft­ir að snjóflóð féllu í Nes­kaup­stað og hús voru rýmd þar, á Eski­firði og Seyð­is­firði seg­ir Jón Björn Há­kon­ar­son bæj­ar­stjóri Fjarða­byggð­ar.
Norska stjórnin ætlar að lækka skattinn en eigandi Arnarlax segir hagnað laxeldisins ekki óhóflegan
FréttirLaxeldi

Norska stjórn­in ætl­ar að lækka skatt­inn en eig­andi Arn­ar­lax seg­ir hagn­að lax­eld­is­ins ekki óhóf­leg­an

Norska rík­i­s­tjórn­in hef­ur boð­ið breyt­ing­ar á skatt­heimtu sinni á lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in þar í landi. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in eru hins veg­ar ósátt og kvarta yf­ir skatt­lagn­ing­unni. Með­al ann­ars er um að ræða Salm­ar AS, stærsta eig­anda Arn­ar­lax á Bíldu­dal, sem tel­ur að arð­semi fyr­ir­tæk­is­ins sé ekki óhóf­leg þrátt fyr­ir rúm­lega 30 millj­arða arð­greiðsl­ur út úr fyr­ir­tæk­inu nokk­ur ár í röð.
Tvöfaldur dessert og hálf öld á Kjarvalsstöðum
MenningListalistinn

Tvö­fald­ur dess­ert og hálf öld á Kjar­vals­stöð­um

List­alisti 24. mars - 4. apríl í boði Hús&Hill­billy
NATO hefur lýst áhyggjum af rannsóknamiðstöð Kína um norðurljósin
FréttirKína og Ísland

NATO hef­ur lýst áhyggj­um af rann­sóknamið­stöð Kína um norð­ur­ljós­in

Norð­ur­ljós­a­rann­sóknamið­stöð Ís­lands og Kína að Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu hef­ur ver­ið vand­ræða­mál inni í stjórn­kerf­inu um nokk­urra ára skeið. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, furð­aði sig á mið­stöð­inni eft­ir að hann varð ut­an­rík­is­ráð­herra. Rann­sóknamið­stöð­in virð­ist hafa ver­ið ákveð­in og byggð nán­ast án póli­tískr­ar að­komu eða eft­ir­lits.
Verðbólgan undir tíu prósentin á nýjan leik
Fréttir

Verð­bólg­an und­ir tíu pró­sent­in á nýj­an leik

Ný verð­bólgu­mæl­ing Hag­stof­unn­ar sýn­ir að mæld verð­bólga und­an­farna tólf mán­uði nem­ur 9,8 pró­sent­um. Verð­bólg­an er því kom­in und­ir tíu pró­sent­in á ný, eft­ir að hafa mælst 10,2 pró­sent í fe­brú­ar­mán­uði, en það var hæsta mælda verð­bólga á Ís­landi frá ár­inu 2009.
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.