Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Þingkona leigir ódýrt af ríkinu - en leigir hús sitt undir gistiheimili

Val­gerð­ur Gunn­ars­dótt­ir þing­mað­ur held­ur húsi skóla­meist­ara á Laug­um en leig­ir út ein­býl­is­hús sitt á Húsa­vík und­ir gisti­heim­ili. Leig­an nið­ur­greidd. Hús­næð­isekla á staðn­um og skóla­meist­ari býr á heima­vist.

Þingkona leigir ódýrt af ríkinu - en leigir hús sitt undir gistiheimili
Gistiheimili Fjölskylda Valgerðar Gunnarsdóttur alþingismanns rekur gistiheimilið Húsavík Guesthouse í einbýlishúsi sínu á Húsavík. Þingmaðurinn leigir á sama tíma hús skólameistara Framhaldsskólans á Laugum á óljósum kjörum.

Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður leigir einbýlishús af Framhaldsskólanum á Laugum á óljósum kjörum. Þingmaðurinn á einbýlishús á Húsavík sem hefur verið breytt í gistiheimili. Sonur Valgerðar sér um útleigu hússins undir merkjum Húsavík Guesthouse. Um er að ræða sjö herbergi og væntanlega mikla veltu þar sem nóttin kostar ekki undir 10 þúsund krónum.

Uppfært: Við frágang prentútgáfu Stundarinnar urðu þau mistök að orð féllu út og merkingu upphafssetningar fréttarinnar breytt. Þar var sagt að skólameistarahúsinu á Laugum hefði verið breytt í gistiheimili sem er alrangt. Eins og sjá má af framhaldi fréttarinnar, fyrirsögn og myndatexta, var verið að vísa til húss þingmannsins á Húsavík sem er orðið gistiheimili sem rekið er undir merkjum Húsavík Guesthouse. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Sonur Valgerðar, Örlygur Örlygsson hefur nú upplýst að móðir hans komi ekki að rekstri gistiheimilisins á Húsavík. Hann upplýsir ekki um að hvort hún fái leigu fyrir hús sitt. Valgerður Gunnarsdóttir svaraði ekki ítrekuðum spurningum Stundarinnar um málið. ​Hún er beðin velvirðingar á því að röng fullyrðing hafi birst í frétt blaðsins um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár