Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður leigir einbýlishús af Framhaldsskólanum á Laugum á óljósum kjörum. Þingmaðurinn á einbýlishús á Húsavík sem hefur verið breytt í gistiheimili. Sonur Valgerðar sér um útleigu hússins undir merkjum Húsavík Guesthouse. Um er að ræða sjö herbergi og væntanlega mikla veltu þar sem nóttin kostar ekki undir 10 þúsund krónum.
Uppfært: Við frágang prentútgáfu Stundarinnar urðu þau mistök að orð féllu út og merkingu upphafssetningar fréttarinnar breytt. Þar var sagt að skólameistarahúsinu á Laugum hefði verið breytt í gistiheimili sem er alrangt. Eins og sjá má af framhaldi fréttarinnar, fyrirsögn og myndatexta, var verið að vísa til húss þingmannsins á Húsavík sem er orðið gistiheimili sem rekið er undir merkjum Húsavík Guesthouse. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Sonur Valgerðar, Örlygur Örlygsson hefur nú upplýst að móðir hans komi ekki að rekstri gistiheimilisins á Húsavík. Hann upplýsir ekki um að hvort hún fái leigu fyrir hús sitt. Valgerður Gunnarsdóttir svaraði ekki ítrekuðum spurningum Stundarinnar um málið. Hún er beðin velvirðingar á því að röng fullyrðing hafi birst í frétt blaðsins um málið.
Athugasemdir