Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingkona leigir ódýrt af ríkinu - en leigir hús sitt undir gistiheimili

Val­gerð­ur Gunn­ars­dótt­ir þing­mað­ur held­ur húsi skóla­meist­ara á Laug­um en leig­ir út ein­býl­is­hús sitt á Húsa­vík und­ir gisti­heim­ili. Leig­an nið­ur­greidd. Hús­næð­isekla á staðn­um og skóla­meist­ari býr á heima­vist.

Þingkona leigir ódýrt af ríkinu - en leigir hús sitt undir gistiheimili
Gistiheimili Fjölskylda Valgerðar Gunnarsdóttur alþingismanns rekur gistiheimilið Húsavík Guesthouse í einbýlishúsi sínu á Húsavík. Þingmaðurinn leigir á sama tíma hús skólameistara Framhaldsskólans á Laugum á óljósum kjörum.

Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður leigir einbýlishús af Framhaldsskólanum á Laugum á óljósum kjörum. Þingmaðurinn á einbýlishús á Húsavík sem hefur verið breytt í gistiheimili. Sonur Valgerðar sér um útleigu hússins undir merkjum Húsavík Guesthouse. Um er að ræða sjö herbergi og væntanlega mikla veltu þar sem nóttin kostar ekki undir 10 þúsund krónum.

Uppfært: Við frágang prentútgáfu Stundarinnar urðu þau mistök að orð féllu út og merkingu upphafssetningar fréttarinnar breytt. Þar var sagt að skólameistarahúsinu á Laugum hefði verið breytt í gistiheimili sem er alrangt. Eins og sjá má af framhaldi fréttarinnar, fyrirsögn og myndatexta, var verið að vísa til húss þingmannsins á Húsavík sem er orðið gistiheimili sem rekið er undir merkjum Húsavík Guesthouse. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Sonur Valgerðar, Örlygur Örlygsson hefur nú upplýst að móðir hans komi ekki að rekstri gistiheimilisins á Húsavík. Hann upplýsir ekki um að hvort hún fái leigu fyrir hús sitt. Valgerður Gunnarsdóttir svaraði ekki ítrekuðum spurningum Stundarinnar um málið. ​Hún er beðin velvirðingar á því að röng fullyrðing hafi birst í frétt blaðsins um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár