Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Kuldinn er besti vinur minn“

„Ísmað­ur­inn“ Wim Hof hef­ur stork­að öll­um hug­mynd­um sem við höf­um um manns­lík­amann með ótrú­legu þoli fyr­ir kulda. Sölvi Tryggva­son hitti Wim og próf­aði að­ferð­ir hans.

Kuldinn er miskunnarlaus, en réttlátur,“ segir Ísmaðurinn Wim Hof, sem slegið hefur öll heimsmet í kuldaþoli. Þessi 56 ára gamli Hollendingur hefur meðal annars hlaupið heilt maraþon á stuttbuxum í tæplega 20 gráðu frosti, gengið upp í nærri 7 þúsund metra hæð í hlíðum Mount Everest í sömu klæðum og árið 2010 var hann umvafinn ís í nærri tvær klukkustundir við aðstæður sem fæstir myndu þola í meira en eina til tvær mínútur. Hann hefur með öðrum orðum storkað öllum hefðbundnum lögmálum læknisfræðinnar og vísindamenn reyna nú að skilja hvernig á því stendur.

Aðferðirnar prófaðar

Ég er ekki fyrr sestur á móti þessum stórmerkilega manni en hann byrjar að leiða mig í gegnum öndunaræfingar, sem hann fullyrðir að keyri ónæmiskerfið í fimmta gír, rífi upp adrenalín og lækki sýrustig í líkamanum. Það er eins og við manninn mælt. Eftir aðeins nokkrar mínútur með Ísmanninum get ég haldið niðri andanum í rúmlega eina og hálfa mínútu án mikils erfiðis. 

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég vil ekki byrja viðtalið fyrr en þú ert búinn að fá smjörþefinn af því sem ég er að gera. Þú verður að upplifa aðferðirnar til að trúa því að ég sé ekki bara að bulla eitthvað út í loftið,“ segir Wim og horfir á mig alvarlegum en góðlátlegum augum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár