Ómar Logi var enn á leikskólaaldri þegar fór að bera á hegðunarbrestum sem einkenndust af mikilli reiði, öskurköstum og erfiðleikum með svefn. Á fjórða aldursári var hann sendur í greiningu og var niðurstaðan sú að líklega væri hann með ofvirkni og athyglisbrest, ADHD. Móður Ómars Loga, Ingigerði Stellu Logadóttur, var tjáð að sonur hennar ætti mjög líklega eftir að eiga erfitt uppdráttar í skóla, bæði félagslega og námslega, en sökum ungs aldurs var ekki talið ráðlegt að fara í sérstök meðferðarúrræði.
Við upphaf skólagöngu átti Ómar Logi áfram erfitt uppdráttar og einkenndist hegðun hans af mikilli spennu, leiða og reiði. Skólasálfræðingur var fljótlega fenginn til að meta stöðuna og hófst greiningarferli þá að nýju. Niðurstaða greiningarinnar gaf til kynna sterk einkenni um ADHD, en jafnframt bentu niðurstöður til þess að til staðar væru einkenni um mótþróaþrjóskuröskun, ODD. Lagt var til að skýrsla um niðurstöður skólasálfræðingsins yrði lögð fyrir barnalækni þar …
Athugasemdir