Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Íslenska loðfólkið óttast að vera afhjúpað

Tug­ir með­lima eru í nýju, lok­uðu sam­fé­lagi „furry-a“ á Ís­landi, sem hræð­ast at­hygl­ina af ótta við for­dóma. Hjá sum­um er um blæti að ræða, sem snýst um að lað­ast að dýr­um með mann­lega eig­in­leika, hjá öðr­um er þetta áhuga­mál. Þrátt fyr­ir for­dóma snýst blæt­ið ekki um dýr­aníð, þó á því séu und­an­tekn­ing­ar. Stund­in ræddi við ís­lensk­an furry.

Þarf ég að hafa áhyggjur af því að þú misnotir köttinn?,“ var fyrsta spurningin sem Davíð fékk frá nákomnum ættingja þegar hann viðurkenndi að hann væri „furry“.

Í stuttu máli má segja að furry sé einstaklingur sem laðast að dýrum með mannlega eiginleika. Það er þó talsverð einföldun því fyrir marga er að vera furry ekki eingöngu blæti – „fetish“ – heldur stór hluti af sjálfsmynd viðkomandi. Auk þess er í sumum tilvikum ekkert kynferðislegt við að vera furry heldur er frekar um áhugamál að ræða. Mikil leynd er yfir furry-samfélaginu á Íslandi; harðlæstur Facebook-hópur telur um fimmtíu manns og var Davíð sá eini sem þáði boð blaðamanns um að ræða um þetta málefni. Ekkert íslenskt orð er til yfir að vera furry, líkt og algengt er meðal jaðarhópa innan hinsegin samfélagsins. Á heimasíðu íslenskra furry-a er þó stungið upp á orðum svo sem „loðfeldingar“, „feldingar“ eða „loðboltar“.

Svar Davíðs við spurningu ættingjans var „nei“, hann hefur engan kynferðislegan áhuga á dýrum. Davíð er á þrítugsaldri og ber það ekki með sér að vera furry. Hans rétta nafn er ekki Davíð en hann segir að það gæti haft hrikaleg áhrif ef hann væri „outaður“, að það yrði á allra vitorði að hann væri furry. Hann hafi orðið vitni af því hjá öðrum furry-um og það hafi ekki endað vel enda mæta furry-ar gífurlegum fordómum.

Uppgötvaði furry á kynþroskaskeiði

Davíð rifjar upp hvernig hann uppgötvaði fyrst að hann væri furry. Hann rekur það aftur til kynþroskaskeiðsins sem var honum óvenju erfitt. „Mamma mín dó þegar ég var þrettán og þá fékk ég tölvuna hennar, fyrstu tölvuna mína. Þá hafði ég verið að googla og sá þetta á netinu og fannst þetta kúl. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár