Álitsgjafar Stundarinnar segja að næstu skref stjórnvalda á næstu árum muni ráða því hvort Ísland fari inn í svipað þenslutímabil og á árunum 2004 eða 2008. Mikilvægt sé að draga lærdóm af sögunni. Neysla Íslendinga er hins vegar langt frá því að vera svipuð og hún var þá og skuldsetning þjóðarbúsins er engan veginn sambærileg. Ferðamannagóðærið er helsta ástæðan fyrir vænkuðum hag Íslands.
Fáum dylst sennilega að það er efnahagsleg upppsveifla á Íslandi sem kannski mætti kenna við góðæri: Hagvöxtur á fyrstu sex mánuðum ársins var 5,2 prósent en Hagstofa Íslands hafði spáð 3,8 prósenta hagvexti fyrr á árinu. Hagvöxturinn hefur í raun ekki verið hærri á Íslandi síðan á fyrri helmingi ársins 2007 þegar hlutabréfaverð á Íslandi fór í hæstu hæðir, íslenskan krónan var sterk og ekki sá ennþá fyrir endann á því góðæri sem ríkti þá. Atvinnuleysi mældist undir þremur prósentustigum í ágúst í sumar og aftur er farið að tala um mikilvægi búferlaflutninga fólks frá öðrum löndum til að manna störf sem byggja á ófaglærðu vinnuafli. Þá fór væntingavísitala Gallup - mæling á væntingum neytenda til atvinnu- og efnahagslífs - upp í rúmlega 107 stig í byrjun júlí og hafði ekki mælst hærri síðan fyrir hrun. Ýmislegt í samfélaginu - hagvöxturinn, væntanlegar stóriðjuframkvæmdir og vaxandi einkaneysla fólks er sumpart farið að minna á árin fyrir hrunið 2008.
Er góðæri á íslandi? Já. Viðmælendur Stundarinnar eru flestir sammála um að það sé góðæri á Íslandi í vissum skilningi sem byggi á öðrum stoðum en góðærið fyrir hrun sem að mestu var tekið að láni í erlendum bönkum.
Öðruvísi góðæri
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir alveg skýrt að góðærið nú sé allt öðruvísi en á árunum 2004 til 2008 og staldrar hann fyrst við uppgang ferðamannaþjónustunnar á Íslandi á undanförnum árum. „Góðærið sem er nú er frábrugðið því sem var 2004-2008 vegna þess að það byggir á mikilli eftirspurn eftir þjónustu, það er að segja ferðamannaþjónustu. Það er raunverulegt góðæri í þeim skilningi að eftirspurn eftir innlendri framleiðslu hefur aukist. Gjaldeyristekjur hafa verið mjög miklar, Seðlabankinn hefur safnað í forða og erlendar skuldir verið greiddar niður. Þetta er gagnstætt því sem var á fyrra tímabilinu þegar erlendar skuldir hrönnuðust upp og lífskjör byggðust að verulegu leyti á lántökum erlendis.“
Þá segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, að stoðir „góðæristilfinningarinnar“ nú séu aðrar en á árunum fyrir hrunið: „Enn sem komið er byggir góðæristilfinningin nú á öðrum grunni en á árinu 2007. Þá byggðist góðærið ekki á góðri afkomu útflutningsgreina, gjaldeyrissköpun og skuldalækkun heldur á innstreymi lánsfjár, skuldaaukningu, einkaneyslu og fjárfestingu út á krít. Það góðæri fór fyrir lítið um
Athugasemdir