„Ég er að byggja Lego-borg,“ tilkynnir hinn sjö ára gamli Baldvin Snær blaðamanni þegar okkur ber að garði og leiðir að eldhúsborðinu þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað. Móey, yngri systir hans, situr á fallegum barstól eftir Daníel Magnússon og spilar á hljómborð. Heimilisfaðirinn er á sínum stað í eldhúsinu að undirbúa kvöldverð en húsmóðirin hendist um húsið og tínir niður það sem eftir er af nýliðnum jólum. Það er því nóg um að vera á heimilinu þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði.
Óhefðbundin jól
Eldarðu heima á hverju kvöldi? „Svarið er já, en það er líka stundum bara grjónagrautur,“ segir Völundur og hlær. „Það er ekkert alltaf verið að kljúfa atóm.“ Völundur segir að vísu að harðasti matargagnrýnandinn sé á heimilinu. „Þrátt fyrir að vera matreiðslumaður þá hefur enginn knésett mig eins og dóttir mín,“ viðurkennir hann. „Á þarsíðustu jólum vorum við með
Athugasemdir