Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hryðjuverkið í Manchester: Telja sig vita hver var að verki

Sprengja sprakk á tón­leik­um Ari­ana Grande í Manchester í gær­kvöld. Að minnsta kosti 22 látn­ir. Börn eru á með­al hinna látnu.

Hryðjuverkið í Manchester: Telja sig vita hver var að verki

Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir að sprengja var sprengd í lok tónleika bandarísku söngkonunnar Ariana Grande að Manchester Arena í gærkvöld. Hér er það sem við vitum:

        • Sprengjan sprakk kl. 22.35 að staðartíma, eða 21.35 á íslenskum tíma,   þegar tónleikagestir voru að yfirgefa tónleikahöllina.
        • Talið er að árásarmaðurinn hafi verið með heimatilbúna sprengju innanklæða og því um sjálfsmorðsárás að ræða. Hann er talinn hafa verið einn að verki.
        • Í ávarpi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, núna klukkan tíu að íslenskum tíma, kom fram að yfirvöld telja sig vita hver árásarmaðurinn var en geta ekki gefið út nafn hans að svo stöddu.
        • Börn eru á meðal hinna látnu, en söngkonan er afar vinsæl meðal barna og unglinga. Talið er að um 21 þúsund manns hafi verið á tónleikunum í gær.
        • Hér er bein útsending Sky fréttastofunnar um árásina:
        • Foreldrar og aðrir aðstandendur leitar nú í örvæntingu að fréttum af fjölda ungmenna. Margir hafa gripið til þess ráðs að auglýsa eftir þeim á samfélagsmiðlum. 
        • Lögreglustjórinn í Manchester, Ian Hopkins, segir að árásin verði rannsökuð sem hryðjuverk, þangað til annað kemur í ljós. Ef um hryðjuverk er að ræða þá er þetta mannskæðasta hryðjuverkaárás frá því í London 2005 þegar 54 létu lífið. 
        • Nokkrir Íslendingar voru á tónleikunum. Einn þeirra er Ísak Snær Ægisson en hann sagði frá upplifun sinni í viðtali við RÚV í nótt. „Við þurftum að labba upp stiga, og þegar við komum út úr salnum sáum við blóðslettur út um allt gólf og við hlupum eins og fætur toguðu og vorum ótrúlega hrædd. Við vissum ekki hvort önnur sprenging myndi koma og vorum mjög hrædd um líf okkar,“ sagði hann meðal annars. 
        • Andy Burnham, borgarstjóri í Manchester, sagði á blaðamannafundi í morgun að eftir þessa myrku nótt væru borgarbúar í Manchester að upplifa sína erfiðustu sólarupprás. „Það er erfitt að trúa því sem gerðist hér á síðustu klukkustundum og erfitt að koma orði að áfallinu, reiðinni og sársaukanum sem við upplifum í dag,“ sagði hann meðal annars.

        • Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem hún sendi samúðarkveðjur til fórnarlamba árásarinnar og fjölskyldna þeirra. Þá fordæmdi hún árásina, sem hún kallar „hræðilega hryðjuverkaárás“.
        • Hér er fyrsta myndbandið sem sýnir andartakið sem sprengjan sprakk:

        • Hér má sjá ringulreiðina sem skapaðist eftir tónleikana:
        • Ariana Grande lýsir því á Twitter að hún sé brotin.

 

Fréttin verður uppfærð.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.
Borgar helmingi meira fyrir matvörur hér en í Japan
6
FréttirUm hvað er kosið?

Borg­ar helm­ingi meira fyr­ir mat­vör­ur hér en í Jap­an

Stefán Þór Þor­geirs­son, leik­ari og hlað­varps­stjórn­andi, og eig­in­kona hans, Sher­ine Otomo Bou­hafs inn­an­húss­hönn­uð­ur fluttu ný­ver­ið með árs­göml­um syni sín­um til lands­ins eft­ir að hafa bú­ið í tvö ár í Jap­an. Stefán seg­ir að verð mat­ar­körf­unn­ar hafi breyst mik­ið frá því hann flutti út ár­ið 2022, sér­stak­lega verð á ávöxt­um og græn­meti. Mat­arkarf­an sé helm­ingi ódýr­ari í Jap­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár