Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Heimagerðar og gómsætar pítur

Ósk­ar Erics­son sýn­ir hvernig hægt er að gera pítu­brauð­in heima með ein­föld­um hætti.

Orðið píta kemur líklega úr armerísku og þýðir einfaldlega brauð. Fyrstu heimildir um pítubrauð eru frá 2.500 árum f. Kr. en uppruna þess má rekja til gömlu Mesópótamíu, þar sem Sýrland og Írak eru í dag. Brauðið hefur borist víða og tilheyrir þjóðarmatseðli margra þjóða, allt frá Balkanskaganum yfir til Suður-Asíu og alls staðar þar á milli. Á tyrknesku er talað um pide, á búlgörsku pitka, á indversku naan og heimildir eru fyrir því að ítalska orðið pizza eigi einnig rætur sínar að rekja í orðinu píta.

Útbreiðsla pítubrauðsins er meðal annars tilkomin vegna þess hversu auðvelt og fljótlegt það er að búa brauðið til, sem og allir möguleikarnir sem brauðið býður upp á. Það tekur aðeins eina mínútu fyrir brauðið að bakast í 230°C heitum ofni, auk þess sem hægt er að baka það á grilli, við varðeld eða á pönnu. Þegar brauðið bakast lyftir það sér með aðstoð gufu og verður holt að innan. Þannig myndast vasi sem hægt er að fylla með allskyns góðmeti, grænmeti eða kjötmeti. Eins má smyrja það með ólívuolíu, pestó eða tómatmauki og strá rifnum osti og kjötbitum yfir til að búa til gómsætar pizzur eða rífa brauðið niður í bita og dýfa því í hummus.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár