Ef Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, gæti gert eina lagabreytingu á stjórnmálaferlinum myndi hann setja lög sem skilgreindu allar auðlindir sem þjóðareign sem þjóðin ætti að njóta arðsins af. „Og mundi um leið skilgreina fólkið í landinu sem eina af auðlindunum, þannig að fólkið mundi sjálft njóta arðsins af vinnu sinni og enginn mætti arðræna það né misnota,“ segir hann.
Alþýðufylkingin er róttækur vinstri flokkur sem var stofnaður í janúar 2013 og var í framboði í síðustu alþingiskosningum. Flokkurinn fékk alls 118 atkvæði, eða um 0,04 prósent af heildarfjölda atkvæða. Forkólfar Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur og Vésteinn Valgarðsson, voru í stjórn og flokksráði Vinstri grænna en sögðu sig úr flokknum vegna óánægju með hann og vinstristjórnina. Þorvaldur segist
Athugasemdir