Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Frambjóðandi talar vel um pólitíska mótherja: „Lýðræðisins fínasta stund“

Pawel Bartoszek, fram­bjóð­andi Við­reisn­ar, tek­ur að sér að hrósa póli­tísk­um mót­herj­um sín­um. Fram­kvæmda­stjóri Pírata seg­ir þá vilja ein­beita sér að því að bæta sjálfa sig frek­ar en gagn­rýna aðra.

Frambjóðandi talar vel um pólitíska mótherja: „Lýðræðisins fínasta stund“
Pawel Bartoszek Frambjóðandi Viðreisnar slær nýjan tón í kosningabaráttuna. Mynd: Youtube

Pawel Bortoszek, stærðfræðingur og frambjóðandi Viðreisnar, segir Pírata eiga skilið að hafa fengið aukinn stuðning og þakkar fyrir að þeir hafi vakið áhuga fólks á stjórnmálum. 

Pawel hrósaði Pírötum meðvitað í framlagi sínu til breyttrar pólitískrar umræðu. Venjan í stjórnmálaumræðu er að andstæðingar gagnrýni hver annan í tilraun til að auka fylgi við eigin flokka og draga úr fylgi annarra. Framkvæmdastjóri Pírata sagði í viðtali í morgun að flokkur þeirra vildi síður einbeita sér að því að gagnrýna aðra.

Í færslu sinni á Facebook segir Pawel, undir titlinum „Talað vel um pólitíska mótherja: PÍRATAR“: „Það sem ég er þakklátur Pírötum fyrir er að hafa vakið upp áhuga á stjórnmálum. Hvort sem það er á Pírataspjallinu eða öðrum síðum þeirra tengdum þá erum við með slatta af fólki, oft fólki undir fertugu, að tala af krafti um stjórnmál og stefnur. Ég hef trú á því að það eitt sé gott. Það valdeflir fólk. Það gefur fólki trú á að það geti breytt hlutum án ofbeldis. Uppgangur Pírata í könnunum eru verðlaun fyrir framlag þeirra til pólitískrar umræðu í landinu. Á einhvern hátt er þetta lýðræðisins fínasta stund.“

„Viljum ekki benda á það sem aðrir séu að gera slæmt“

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að píratar vildu breyta stjórnmálaumræðu með þeim hætti að benda síður á það sem aðrir gera slæmt og meira að uppbyggilegri umræðu.

Sigríður BylgjaFramkvæmdastjóri Pírata segir að flokkurinn vilji fremur einbeita sér að því hvað hann geti gert betur en hvað aðrir geri slæmt.

„Við viljum fara okkar leiðir, ekki benda á hvað aðrir séu að gera slæmt. Það er ekki mjög uppbyggjandi. Heldur ætlum við að einbeita okkur að því hvernig við getum gert hlutina öðruvísi. Hvað okkur langar til að bæta, styrkja okkur. Það gerist ekki neitt nema að þú sinnir sjálfum þér, leggir rækt við sjálfan þig – og þá sjálfan þig sem stjórnmálaflokk. Rækta upp það góða og hvernig þú vilt vera, setja þér ákveðna framtíðarsýn. Þú hefur ekki orku eða úthald í það ef þú ert alltaf að pota í einhverja aðra og einblína á hvað er að hjá þeim.“

Sigríður Bylgja sagði tilgang Pírata ekki vera að ná völdum heldur framkalla breytingar. „Það sem Píratar hafa er fólk með hjarta og einlægni – sem vill breyta íslensku stjórnmálakerfi. Það þurfa að eiga sér stað róttækar breytingar á samfélagi okkar.“

Gagnrýndir fyrir óvægna umræðu

Píratar hafa hins vegar verið gagnrýndir fyrir óvægna umræðu á Pírataspjallinu á Facebook, en spjallið er opið. Meðal þeirra eru Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, sem meðal annars var uppnefndur „fat bastard“ í umræðum á Pírataspjallinu.

Össur SkarphéðinssonKallaður „tröll“ og „fat bastard“ á opnu spjalli Pírata á Facebook.

„Á minna en einum sólarhring hef ég verið kallaður „tröll,“ sömuleiðis „fat bastard“ og líka „þjófur“ á opinberri síðu Pírata. Þetta er svona tæknilega þöggun þar sem ofbeldi er beitt til að hrekja frá þá sem hafa óæskilegar skoðanir. Þetta er semsagt hreyfingin sem ætlaði að innleiða ný vinnubrögð. – Ja, mikill er andskotinn, sagði kellingin og sló á lær,“ skrifaði Össur á Facebook-síðu sína í ágúst.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, svaraði Össuri því til að frelsi umræðunnar krefðist stjórnleysis og hefði í för með sér ókurteisi. „Þetta er vissulega spjallveggur sem Píratar settu upp og vilja hafa sem frjálsastan, en við getum augljóslega ekki borið ábyrgð á ókurteisi annarra. Það er nú bara þannig í lífinu að maður stjórnar ekki öllu, og ég hreinlega skil ekki alveg hvernig við eigum að geta haldið opið spjall, sem er opið öllum og á sama tíma bannað ókurteisi og dólgshátt. Opið spjall sem allir geta tekið þátt í einfaldlega krefst ákveðins stjórnleysis.“

Samkvæmt síðasta Þjóðarpúlsi Gallups mælast Píratar með 26% fylgi, eða jafnmikið og Sjálfstæðisflokkurinn. 11% styðja Viðreisn en 8% Samfylkinguna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár