Ég hef fengið svo margar hótanir í gegnum fésbókina og netið að ég veit ekki hvort þær eru allar í alvöru eða ekki. Ég hef birt þetta allt. En ástandið er þannig núna að allir þeir sem segja eitthvað á móti Pútín og stefnu hans, eru í hættu.“
Þetta segir Zhanna Nemtsova, dóttir stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov, sem var skotinn til bana í miðborg Moskvu í lok febrúar á þessu ári. Hann var einn virtasti stjórnmálamaður Rússlands og leiðtogi Lýðræðisflokks Rússlands.
Zhanna Nemtsova er farin frá Rússlandi, í sjálfskipaða útlegð, til að bjarga eigin skinni. Lögfræðingur hennar tilkynnti þetta fyrir skömmu. Í viðtali sem fréttaritari sænska ríkisútvarpsins átti við hana fyrir skömmu vildi hún ekki gefa upp hvar hún væri stödd. Hún er því í felum. Fleiri félagar í Lýðræðisflokknum hafa orðið fyrir ofsóknum eftir morðið á Boris Nemtsov, leitað hefur verið á heimilum þeirra án ástæðu, vegabréf þeirra verið gerð upptæk og þessu hafa fylgt allskyns hótanir. Þeir sem hafa framkvæmt þetta hafa yfirleitt verið óþekkjanlegir, verið með lambhúshettu á höfði.
Eins og áróðursvél nasista
Flokksmenn og fylgismenn Boris Nemtsov hafa staðið vaktina dag og nótt á þeirri brú í miðborg Moskvu, hvaðan sést til Kremlar, miðpunkts valdsins í Rússlandi. En þangað hafa einnig komið í skjóli myrkurs, grímuklæddir menn og hent og rifið blóm sem fylgismenn Nemtsov hafa komið með. Ljósmyndir eru rifnar og hlutir á borð við ljósker eyðilagðir. Hótunum hefur
Athugasemdir