Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Ef maðurinn er ekki múslimi, þá hlýtur hann nú að vera geðsjúkur. Ráðgátan leyst?“

Ingólf­ur Sig­urðs­son knatt­spyrnu­mað­ur tel­ur að með því að beina sí­fellt sjón­um að geð­heilsu þeirra sem fremja voða­verk sé al­ið á for­dóm­um gagn­vart geð­sjúk­um. „Þung­lynd­ur mað­ur tor­tím­ir ekki sjálf­um sér ásamt full­set­inni flug­vél vegna þess að þung­lynd­ið gerði hon­um það. Ekki frek­ar en það skipti máli hverr­ar trú­ar hann er,“ skrif­ar hann.

„Ef maðurinn er ekki múslimi, þá hlýtur hann nú að vera geðsjúkur. Ráðgátan leyst?“

Ingólfur Sigurðsson knattspyrnumaður vakti mikla athygli þegar hann steig fram árið 2014 og lýsti því hvernig er að lifa með kvíðaröskun. Undanfarin ár hefur hann skrifað pistla og flutt fyrirlestra um andleg veikindi íþróttafólks og opnað þannig umræðuna um mál sem áður lágu í þagnargildi. 

Í dag veltir hann því fyrir sér á Facebook-síðu sinni hvers vegna það er jafn algengt og raun ber vitni að þeir sem fremja ódæðisverk séu stimplaðir sem geðsjúklingar. Stundin fékk leyfi til að birta hugleiðingu Ingólfs í heild: 

Ég er geðsjúklingur – sem getur verið bara ansi fínt svona inn á milli – og ég þekki fullt af öðrum geðsjúklingum. Þessi hatramma barátta við sjálfið reynist fólki erfið – óáþreifanlegur sársauki og hávær alsæla – sífellt að reyna miða sig við rúðustrikað samfélagið og staðsetja sig öðru hvoru megin við línuna.

Geðsjúklingarnir sem ég þekki eru allir gott fólk. Flestir þeirra eiga sameiginlegt að vera viðkvæmir, næmir og hæfileikaríkir. Sveiflurnar gefa aukna dýpt til þess að setja lífið í samhengi – því maður er alltaf að leita svara, maður vill skilja og mæta skilningi.

Það er óhugnaleg bylgja voðaverka í heiminum og eins og gefur að skilja flytja fjölmiðlar fréttir af ódæðunum. Þegar komið er í ljós hve margir hafa fallið eða særst beinast spjótin að árásarmanninum sem er krufinn til mergjar. Þá er jafnan brýnast að segja frá því að maðurinn hafi verið geðsjúkur og jafnvel þurft á einhverjum tímapunkti æviskeiðs síns að leggjast inn á geðdeild til skamms tíma. Ef maðurinn er ekki múslimi, þá hlýtur hann nú að vera geðsjúkur. Ráðgátan leyst, eða hvað?

Voðaverk sem þessi eiga ekki skylt við það að vera geðsjúkur – heldur eitthvað allt annað og alvarlegra. Þunglyndur maður tortímir ekki sjálfum sér ásamt fullsetinni flugvél vegna þess að þunglyndið gerði honum það. Ekki frekar en það skipti máli hverrar trúar hann er. Eða hvort hann sé haldinn líkamlegum sjúkdómi. Eða hvað hann borðaði í morgunmat. Mér finnst það heldur einfeldningslegur dómsúrskurður að undirstrika geðheilsu árásarmanns í fjölmiðlum til þess eins að loka málinu. Það vekur fordóma gegn geðsjúklingum sem hafa ekkert unnið sér til saka og myndu ekki gera nokkrum manni mein – nema hugsanlega sjálfum sér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár