Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ísland varað við olíuvinnslu

Loft­lags­breyt­ing­ar eru mann­skæð­ari en hryðju­verk. Ís­lend­ing­ar leita olíu á Dreka­svæð­inu, en Carol­ine Lucas, þing­mað­ur Græn­ingja­flokks Bret­lands, seg­ir í sam­tali við Stund­ina að það sé sið­laust að dæla olíu upp úr jörð­inni á tím­um lofts­lags­vand­ans.

„Það að rík þjóð eins og Íslendingar stefni að borun og vinnslu olíu, og að gefin séu út sérleyfi til fyrirtækja í því skyni, er afar ábyrgðarlaust,” segir Caroline Lucas, þingkona Græningjaflokks Bretlands, í samtali við Stundina. 

Caroline sat í 10 ár á Evrópuþinginu, var formaður Græningjaflokksins á árunum 2008 til 2012 og er eini þingmaður hreyfingarinnar. Blaðamaður Stundarinnar ræddi stuttlega við Caroline að loknu erindi sem hún hélt í Brighton.

„Ísland hefur aðra valmöguleika en olíuvinnslu sem eru öruggari og umhverfisvænni,” segir hún og hvetur til aukinnar áherslu á græna orkugjafa. „Líkt og vísindamenn hafa bent á þarf að láta 80 prósent af því jarðefnaeldsneyti sem eftir er í jörðinni óhreyfð ef takast á að sporna við loftslagsvandanum,” segir Caroline. „Það að stjórnvöld skapi hvata til olíuborunar á tímum loftslagsvandans er skólabókardæmi um siðleysi.” 

Siðleysi stjórnvalda
Siðleysi stjórnvalda Caroline Lucas, þingkona Græningjaflokks Bretlands, biðlar til Íslendinga að sleppa olíuvinnslu.

Samfylking gegn olíuborun

Á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina var samþykkt ályktun þess efnis að fallið verði frá olíuleit á Drekasvæðinu og stjórnvöld lýsi yfir að þjóðin hyggist ekki nýta mögulega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni í samhengi við samninga á alþjóðavettvangi um loftslagsmál. Fram kemur að vinnsla jarðefnaeldsneytis samræmist ekki hagsmunum Íslendinga og skapi hættu á mengunarslysum og umhverfisógn við fiskimið landsins.

Ályktun Samfylkingarinnar kom nokkuð á óvart í ljósi þess að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra og utanríkisráðherra og þungavigtarmaður í flokknum, hefur beitt sér af krafti fyrir því að Ísland verði olíuríki. Auk þess er athyglisvert að Samfylkingin hafi verið á undan græningjaflokki Íslands, Vinstrihreyfingunni grænt framboð, að leggjast gegn olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár