Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögreglumaður segir frá hryllilegri stöðu fólks sem fellur utan kerfisins

„Öskrin sem við heyrð­um voru virki­lega óhugn­an­leg,“ seg­ir lög­reglu­mað­ur­inn Birg­ir Örn Guð­jóns­son, sem vek­ur at­hygli á því hvernig ís­lenskt sam­fé­lag er að bregð­ast okk­ar allra veik­asta fólki með því að gera sjúka að lög­reglu­máli.

Lögreglumaður segir frá hryllilegri stöðu fólks sem fellur utan kerfisins

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, vekur athygli á bágri stöðu fíkla í pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Hann bendir á tvö nýleg dæmi sem komu inn á borð lögreglu í sömu vikunni þar sem lögreglan hafði verið kölluð á vettvang því engin önnur úrræði voru í boði fyrir viðkomandi. 

„Við höfðum verið kallaðir að íbúð manns sem sagður var hafa verið ölvaður í einhvern tíma og í slæmu ástandi. Sá sem tók á móti okkur við lyftuna og varaði okkur við lyktinni var nágranni hans úr næstu íbúð. Þegar við gengum inn fann ég hvernig mér sveið í augun og hálsinn. Það er erfitt að lýsa lyktinni sem tekur við manni þegar aðili hefur legið í sófanum í marga daga án þess að hreyfa sig. Eins og oft hjá eldra fólki var heitt inni í íbúðinni og gerði það lyktina af svita, þvagi og saur síst bærilegri. Eftir nokkra vikna túr hafði maðurinn veikst og þarna hafði hann legið án þess að geta tjáð sig eða hreyft. Hann var kominn með alvarleg legusár á líkamann og hefði sennilega ekki lifað af einn eða tvo daga í viðbót,“ skrifar Birgir Örn og segist hafa tekið eftir því að um fyrrverandi lögreglumann hafi verið að ræða. Þegar hann hafi farið að skoða mál þessa mannst komst hann að því að lögreglan hafi komið til hans nokkru áður og að haft hafi verið samband við aðila innan heilbrigðiskerfissins til að reyna að koma manninum úr þessari stöðu. „Reyna að bjarga honum frá því sem kom svo á daginn að gerðist. Þar var því miður komið að lokuðum dyrum.“

„Öskrin sem við heyrðum voru virkilega óhugnanleg.“

Hitt tilfellið sem Birgir Örn rekur er útkall vegna mikilla öskra sem bárust frá íbúð. „Þegar við komum að íbúðinni heyrðum við að þar gekk eitthvað mikið á. Öskrin sem við heyrðum voru virkilega óhugnanleg. Við bönkuðum og tókum okkur stöðu við hurðina, tilbúin að takast á við snaróðan öskandi mann. Okkur til undrunar opnaðist hurðin rólega og fyrir framan okkur stóð algjörlega edrú kona. Hún leit á okkur ráðþrota en samt greinilega fegin að sjá okkur,“ skrifar hann. Öskrin innan úr íbúðinni komu frá manninum hennar, sprautufíkli sem væri ný fallinn eftir margra mánaða edrúmennsku. „Á stofugólfinu lá maðurinn hennar og öskraði eins og hann væri í ljósum logum. Þetta minnti einna helst á atriði úr hryllingsmynd. Maðurinn lá öskrandi á bakinu, snérist í hringi og engdist um. Hann var algjörlega sambandslaus við umheiminn. Sjúkraflutningamenn sem höfðu líka verið kallaðir á vettvang treystu sér eðlilega ekki til að flytja manninn í þessu ástandi og kallaði ég því á stóran lögreglubíl til að aka manninum á slysadeild.“

Á slysadeildinni hafi læknirinn hins vegar horft á manninn emjandi á gólfi lögreglubifreiðarinnar og eftir stutta umhugsun hafi niðurstaðan verið sú að heilbrigðiskerfið gæti ekki tekið við honum í þessu ástandi. „Ég dæmi lækninn ekki, enda var hann einungis að reyna að vinna sína vinnu innan ákveðins kerfis. Ég dæmi kerfið sem þvær hendur sínar af þeim sem eru veikir og þurfa bara á hjálp að halda á sinni erfiðustu stundu. Við verðum að átta okkur á því að ef við ætlum eitthvað að byrja að ræða afglæpavæðingu fíkniefna þá verðum við að búa til miklu sterkara kerfi sem er tilbúið að grípa inn í og hjálpa þeim sem þurfa hjálp. Hjálpina er ekki að finna í fangaklefum lögreglunnar,“ segir Birgir.

Hann segir að í lögreglustarfinu sjái hann allar hliðar mannlífsins, líka þær sem fæstir vilja sjá. „ Mér finnst nauðsynlegt að fólk heyri af því sem er brotið í samfélaginu. Ekki til að dæma, heldur svo hægt sé að laga það. Ég tel nauðsynlegt að þeir sem standa við lokuðu dyrnar hafi rödd. Ef við sem stöndum við hlið þeirra trekk í trekk segjum aldrei neitt verða dyrnar bara áfram lokaðar. Þá er svo auðvelt að halla aftur augunum og láta vandamálin hverfa. Taka bjölluna bara úr sambandi.

Lögreglan á ekki að vera kerfislæg ruslakista. Það á ekki að bjóða veikum einstaklingum upp á það að vera gerðir að lögreglumáli. Það er sama hvort um er að ræða geðveiki, fíkn, áfengissýki eða eitthvað annað. Maður velur sér ekki veikindi sín. Það gæti hent þig einn daginn að standa á óralöngum kerfisgangi þar sem allar dyr eru merktar öðrum en þér. Hvað þá?“ spyr hann að lokum. 

 

Hér er pistill Birgis Arnar í heild:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár