Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Stjórnmálaflokkarnir hafa verið of hallir undir sérhagsmuni“

Bene­dikt Jó­hann­es­son, formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir órétt­láta skipt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda þjóð­ar­inn­ar vera mesta rang­læti sam­fé­lags­ins í dag. Hann vill ná sátt um sjáv­ar­út­vegs­mál­in og af­nema ein­ok­un MS.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir svikin loforð ríkisstjórnarflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið líklega vera stærstu svik íslenskra stjórnmálaflokka á síðari tímum. Hann segist hafa farið út í stjórnmál því gömlu flokkarnir hafi virst ætla að standa vörð um núverndi kerfi á morgum sviðum. „Þetta er staðnað kerfi sem þarf að breyta til hagsbóta fyrir landsmenn og komandi kynslóðir,“ segir hann. 

 

 

Viðreisn er frjálslyndur hægriflokkur spratt upp úr mótmælunum vorið 2014 við ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið án þess að spyrja hvorki þing né þjóð. Hópurinn að baki Viðreisn samanstendur að miklu leyti af fyrrverandi sjálfstæðismönnum, höllum undir Evrópusambandsaðild, og leggur mikla áherslu á að þjóðin fái strax að kjósa um hvort ljúka skuli viðræðum um fulla aðild að Evrópusambandinu. Aðspurður hvort það væri möguleiki á að Viðreisn fari í ríkisstjórnarsamstarf án þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður við Evrópusambandið segir Benidikt einfaldlega: Nei. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár