Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Áhugavert gönguland í stórbrotinni eldfjallanáttúru

Krýsu­vík­ur- og Trölla­dyngju­svæð­ið á Reykja­nesskaga er vin­sælt með­al göngu­fólks og nátt­úru­unn­enda enda er þar að finna magn­aða eld­fjalla­nátt­úru og lands­lag sem kem­ur á óvart. Af fjór­um svæð­um inn­an Reykj­ans­fólkvangs er að­eins Trölla­dyngja eft­ir í bið­flokki ramm­a­áætl­un­ar. Hin þrjú hafa öll ver­ið sett í ork­u­nýt­ing­ar­flokk, sam­kvæmt drög­um að þriðja áfanga. Allt Krýsu­vík­ur­svæð­ið verð­ur því virkj­að sam­kvæmt því. Trölla­dyngju­svæð­ið, sem hér verð­ur fjall­að um, mark­ar vest­ari mörk Reykja­nes­fólkvangs.

Á miðjum Reykjanesskaganum eru tveir fjallahryggir sem setja sterkan svip á landslag skagans. Þeir teygja sig frá suðvestri til norðausturs eftir sprungustefnu eldstöðvarkerfanna á skaganum enda mynduðust þeir við endurtekin sprungugos undir ísaldarjökli. Annar þeirra heitir Sveifluháls, sem ásamt Brennisteinsfjöllum í vestri, rammar inn Krýsuvík. Hinn liggur vestar og heitir Núpshlíðarháls og upp af honum rís sjálf Trölladyngja, eitt af formfegurri fjöllum Reykjanesskagans. Trölladyngjusvæðið tilheyrir líklega sama eldstöðvarkerfinu og Krýsuvík enda liggja þau nálægt hvort öðru. Saman mynda þessi svæði afar áhugavert gönguland í magnaðri eldfjallanáttúru stutt frá mesta þéttbýli landsins. Í því eru verðmæti þessa svæðis fólgin. Auðlind er ekki endilega náttúrusvæði sem hægt er að setja undir borteiga eða sökkva í uppistöðulón. Auðlind er líka fólgin í lítt snortinni náttúru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár