Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.
Látum þau ekki ræna okkur áfram
11
Auðlindin í sjónum er sameign þjóðarinnar samkvæmt lögum svo sem hnykkt er á með enn skýrara móti í nýju stjórnarskránni. Hún kveður á um að útvegsmenn greiði fullt gjald fyrir kvótann. Alþingi heldur samt áfram að búa svo um hnútana að útvegsmenn fá enn að hirða um 90% af sjávarrentunni. Réttum eiganda, fólkinu í landinu, er gert að sætta sig við 10% af tekjunum af eign sinni. Ef þú ættir leiguíbúð, lesandi minn góður, myndir þú láta tengdamóður þína komast upp með að leigja vinum sínum íbúðina fyrir 10% af fullu gjaldi, markaðsgjaldi? Auðvitað ekki. Þess vegna skaltu hafna kvótaflokkunum í kosningunum 25. september. Láttu þá ekki komast upp með að ræna þig áfram. Nú er komið nóg. Segjum hingað og ekki lengra.
Athugasemdir