Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Jones gegn Moore, Young gegn Lynyrd Skynyrd.

Jones gegn Moore, Young gegn Lynyrd Skynyrd.

Lesendur vita sjálfsagt flestir að í dag fara fram þingkosningar í Alabama þar sem eigast við hinn umdeildi Roy Moore og demókratinn Doug Jones. Moore er til hægri við Atla húnakonung og er sem kunnugt ásakaður fyrir kynferðislega áreitni, jafnvel pedofílu. Hann vill banna samkynhneigð og banna múslimum setu á þingi, allt náttúrulega í nafni frelsisins. Hinir heittrúuðu fylgismenn hans hunsa ásakanir á hendur honum og styðja banntillögur hans, náttúrulega í nafni frelsisins. Litlum sögum fer af Jones, hann virðist aðallega vera andhverfa Moores. Átökin í Alabama minna á söngvastríð hins kanadíska Neil Youngs og Alabamahljómsveitarinnar Lynyrd Skynyrd. Young söng um Alabama á plötu sinni Harvest sem út kom 1972. Hann var ómyrkur í máli um þetta afturhalds- og rasistabæli, hafði reyndar áður sent hvítum Suðurríkjamönnum tóninn í miklu betra lagi, Southern Man. Lynyrd Skynyrd tóku upp hanskann fyrir heimaríki sitt í laginu Sweet Home, Alabama. Hressilegt kántrílag en textinn með ólíkindum lélegur. Á youtube má finna myndskeið þar sem grúppan spilar lagið og veifar fána þrælahaldaranna, Suðurríkjafánanum. Má ég heldur biðja um Neil Young með sína sérstæðu, brothættu rödd, þokkalegu texta og siðmenntuðu viðhorf? Má ég heldur biðja um hinn litlausa Jones en pödduna Moore? Reyndar eru Repúblíkanar í tapa-tapa stöðu. Vinni Moore tapa þeir því bæði gæti hann misst kjól og kall vegna mögulegrar áreitni, eins vegna þess að hann mun aldrei fylgja flokkslínunni heldur vera enn lengra til hægri en Ted Cruz. Tapi Moore yrði meirihluti Repúblikana í Öldungardeildinni svo tæpur að Trump gæti reynst örðugt að koma „stefnu“-málum sínum í framkvæmd. Fátt myndi gleðja mig meir.

Það verður gaman að fylgjast með kosningunum þarna suður í óæðri enda Bandaríkja Norður-Ameríku.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.