Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Járntjaldið nýja

Enn á ný fellur járntjald milli austurs og vesturs. Enn á ný eru austanmenn megingerendur þótt vestanmenn séu ekki saklausir heldur. Pútín er helsti tjaldfellirinn, Xi Jinping á líka hlut að máli.

En hvað um sekt vestanmanna? Fyrrum utanríkisráðherra Breta, Jack Straw viðurkennir að vesturlönd hafi ekki tekið nægilegt tillit til ótta Rússa við innikróun.

Ég hef áður sagt að sá ótti sé að mestu ástæðulaus á okkar dögum.  En hann er raunverulegur samt, rétt eins og ótti mið- og austurervrópu þjóða við rússneska heimsveldisstefnu. Sá ótti er hreint ekki ástæðulaus!

Bók Sarottes

Víkur nú sögunni að Mary Elise Sarotte og bók hennar Not an Inch. America, Russia, and the Making of Post-Cold War Stalemate (heiti bókarinnar segir allmikið um innihaldið).

Hún segir að rætur vandans megi  rekja til tíunda tugar síðustu aldar, það hafi verið tímaskeið glataðra tækifæra. Þá bötnuðu samskipti Rússa og Vesturlandabúa æði mikið framan af, mjög kært var á tímabili  með Bill Clinton og Boris Jeltsín.

En vígreifir Repúblikanar unnu stórsigur í þingkosningunum 1994 og þrýstu á Clinton að vera harðari við Rússa. Til að gera illt verra gerði Jeltsín ýmis skammarstrik eins og að láta ráðast á þinghúsið rússneska og vaða yfir Tséténa með ofbeldi.

Í ofan á lag höfðu Kanar ekki fyrir því að segja Rússum frá áformum sínum um að láta sprengjum rigna yfir Serbíu. Vissulega komu þeir í veg fyrir þjóðarbrotshreinsun en ögruðu Rússum all hressilega. Ég velti því fyrir mér hvort Pútín hefði yfirleit komist til valda ef þetta hefði ekki gerst.

Hvað um það, Sarotte telur að Bandaríkjamenn hafi ekki hlúð nógu vel að friðarfélagsskapnum  („partnership for peace“)  sem Rússar áttu aðild að. Það fyrirkomulag hefði getað komið að nokkru í staðinn  fyrir snögga stækkun NATÓ, segir Sarotte.

Réttar hefði verið að  fara hægt í sakirnar, leyfa nýjum ríkjum aðild að NATÓ í áföngum, veita þeim aukaaðild fyrst og taka Rússland jafnvel með.

Mjög umhugsunarvekjandi.

Lokaorð

Við lifum á vátímum. Það verður að gera hvað eina til að  rífa járntjaldið niður annars gæti annað tjald fallið endanlega.

Tjaldið á leiksýningu mannkynsins, sýningu sem staðið hefur í nokkur hundruð þúsund ár.  

 

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Aðaladriðið er að láta tjaldið falla fyrir strísóða siðblyndigja begga meigin tjaldsins til að halda við voppnaframleislu beggja meigin tjaldsins .

    Enda strístóla framleðsla einkar góð leið til að efnast á strisástandi .

    Og friðarsinnar meiga síns lítils við mátt strísóðra manna ,enda um mikinn gróða að raeða ef einhverstaðar er stríð og enkar góður jarðvegur til að öðlast gróða að etja saman staerstu stórveldum heimssins, og guð hjalpi mönnum þegar hinir fjölmennu kinverjar taka þátt í stríðandi fylkingum.

    En spurnigin er hvoru meigin kinverjar eru við tjaldið .

    Hagsmunir kinverja eru vestan við tjaldið ,þessvegna eru þeir svona óákveðnir og telja sig vini Rússa .
    En í Rúslandi er lítil von um gróða fyrir Kinvrja svo aetli þeir hugsi ekki fyrst og fremst um markað sinn og snúi sér þangað sem gróðinn er mestur .

    Er það ekki fjarmagnið sem raður fyrir rest ?

    Allavegsa eru það ekki mannsalirnar sem lygja núna ummvörpum á götum Ukraníju sem ráða för vopnaframleiðenda, sem er afleiðing gífurlegrar valda vopnaframleiðenda þar sem fjármagnið er á fleigi ferð beggja meigin tjaldsins um stundir. hvað sem síðar verður .

    Munum að þaðþarf að fóna ansi mörgum mannslífum til að halda útu stríði ,ennþá.


    Munum að auður hvrrar þjóðar er fólkið og fjöldin ,og það vita Kinverjar vel og halda sér til hlés ,enda nóg komið af drápum i því stórveldi ,og máttur þeirra er mannfjöldinn .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu