Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Þingmannaþvæla um ættarnöfn

Þórarinn Eldjárn segir á feisbók að nú sé lögð tillaga fram á þingi um að leyfa ættarnöfn. Rökstuðningurinn fyrir því sé þessi m.a. sá að á síðustu öld  hafi einungis forréttindafólk fengið taka upp eða halda gömlum ættarnöfnum, nú sé kominn tími til að leyfa alþýðunni slíkt hið sama. Þórarinn bendir á að þetta sé tóm þvæla, í byrjun síðustu aldar voru sett lög sem kváðu á um að öllum skuli vera leyft að taka upp ættarnöfn og almenningur jafnvel hvattur til þess. Gerðir hafi verið listar yfir ættarnöfn sem alþýðumenn voru hvattir til að taka upp. Ekki hafi það kostað nein ósköp að taka upp ættarnafn þannig að alþýðu manna hafi vel haft ráð á því. Þingmennirnir sem sömdu þennan  þvætting vita greinilega ekki að í byrjun síðustu aldar varð til fjöldinn allur af alþýðuættarnöfnum, ættarnöfnum sem alþýðumenn tóku upp þegar leyfi var gefið til þess. Eða hvaða ríkisbubbar og valdhafar hafa borið ættarnöfn á borð við Hafstað, Önfjörð, Skagfjörð, Heiðdal, Geirdal o.s.frv? Afi minn, Valdemar Valvesson, var bláfátækur barnaskólakennari sem tók upp ættarnafnið Snævarr. Hann var sonur vinnukonu, svalt á harðindaárunum og fékk ekki að læra með börnunum á bæjunum vegna sinnar lágu stéttarstöðu. Faðir minn vann fyrir öllu sínu námi frá þrettán ára aldri enda voru afi og amma of fátæk til að styðja hann.

Ættarnafnið Snævarr er því í hæsta móta alþýðuættarnafn. Þessu til áréttingar skal litið á hvað núlifandi einstaklingar sem bera þetta ættarnafn  starfa: 3 kennarar, 2 fóstrur, 1 lögregluþjónn, 1 bankastarfsmaður (fremur lágt settur), 3 lögfræðingar (þar af 2 ríkisstarfsmenn), 1 sendiherra, 1 blaðamaður, 1 myndlistarmaður og stúdent, 1 háskólaprófessor, 1 hagfræðingur (vinnur hjá ríkinu). Sem sagt, ósköp venjuleg íslensk ætt en ekki einhver valdayfirstéttarætt eins og ættarnafnahatararnir ímynda sér. Svei þeim!

Þingmennirnir sem settu þessa dellu saman ættu að skammast sín.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.