Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

FRELSIÐ OG VEIRAN

Meintar frelsisskerðingar vegna kóvíddarinnar valda miklu fjaðrafoki. Eins og venjulega nota menn hugtakið um frelsi umhugsunarlaust.

Ekki er gætt að því að frelsi hvers einstaklings hlýtur  takmarkast af frelsi annarra.  Honum er ekki frjálst að taka eigur annarra án þeirra samþykkis og ekki frjálst að smita þá óumbeðna af kórónuveirunni.

Heimspekingurinn John Stuart Mill  var mikill frelsisunnnandi. Hann sagði að virða bæri tjáningarfrelsi, t.d. ætti mönnum að vera frjálst að formæla tilteknum, óvinsælum,  mönnum í dagblöðum.

En hugsanlega mætti takmarka frelsi manna til að formæla þeim á fundum sem haldnir væru fyrir framan bústað þeirra.

Það gæti leitt til þess að áheyrendur trylltust og réðust inn í bústaðinn í þeim fróma tilgangi að lúskra á íbúanum.

Það er heilmikið til í þessu. Því er engin goðgá að velta því fyrir sér hvort banna eigi mönnum að valsa um óbólusettir, þeir gætu hæglega smitað aðra og valdið þeim óbætanlegu tjóni.

Það er alls ekki ljóst að öll boð og bönn  varðandi kóvíddina séu frelsisskerðandi. Þau gætu sum hver, jafnvel öll, verið í þeim skilningi frelsiseflandi að þau verndi menn gegn því að verða fyrir skaða af völdum annarra (hinna óbólusettu).

Alla vega þarf að gaumgæfa þessi mál áður en menn reka upp org og fordæma meinta frelsisskerðingu, veirunnar vegna. 

Hve oft á ég að þurfa að segja þetta? Frelsishugtakið er flókið og margþætt, það er  stórt, grátt svæði milli frelsis og ófrelsis.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Auður Helg skrifaði
    Finnst þér í lagi að skerða rétt fólks til þess að sjá sér farborða? Finnst þér í lagi að skerða rétt barna til náms og íþróttaiðkunar? Þetta er gert hér á landi með misvísandi sóttvarnarreglum. Vandlega mældar smittölur eru látnar ráða en ekki alvarleg veikindi -. Bóluefnaskylda er fúl og ómanneskjuleg og gera ekkert nema valda úlfúð í samfélögum. Bólusettir einstaklingar smita aðra og þeir veikjast líka. Bólusetning virðist engin trygging gegn því að smitast eða smita aðra. Það gerir það enginn með vilja að smita aðra. Þessi túlkun þín á ástandinu að telja bóluefnaskyldu koma til greina til þess að koma í veg fyrir "skaða af völdum annarra (hinna óbólusettu)" á ekki við rök að styðjast og ég vona að þú hugsir þig betur um.
    0
  • GS
    Gunnar Snæland skrifaði
    Bólusettir dreifa nú veirunni ekkert síður en óbólusettir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu