Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Fjármál sveitarfélaga 2015

Fjármál sveitarfélaga 2015

Þessa dagana detta inn ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2015.

Upplifun mín af umræðu um sveitarstjórnarmál hefur á þeim tveimur árum sem ég hef setið í borgarstjórn verið sú að gjarnan er málum stillt upp þannig að staða Reykjavíkur sé að einhverju leyti allt önnur en annarra sveitarfélaga, og þá oftast til hins verra. Minna fer þó fyrir raunverulegum efnislegum samanburði milli sveitarfélaga sem sýna fram á slíkar fullyrðingar svart á hvítu. Umræða um fjármál er þar síst undanskilin - Reykjavíkurborg á að mati marga þar við gríðarlegan vanda að glíma en önnur sveitarfélög ekki.

Að vissu leyti er þetta eðlilegt þar sem Reykjavík er langstærst og fyrirferðamest í umræðunni almennt. Þetta er hins vegar frekar hvimleitt þar sem umræða um raunveruleg úrbótatækifæri drukknar algjörlega í upphrópunum. Jafnframt eiga sveitarfélög ýmissa sameiginlegra hagsmuna að gæta en tapa einfaldlega töluvert á því að Reykjavík sé stöðugt gerð að blóraböggli fyrir sameiginleg vandamál. Með því að stöðugt sé pönkast á höfuðborginni tapa allir.

Nú er rétt að taka fram að þessi skrif eru engan veginn sett fram í því augnamiði að afskrifa algjörlega þann möguleika að rekstur Reykjavíkurborgar gangi verr en hjá einhverjum öðrum sveitarfélögum. Þvert á móti er þeim einmitt ætlað að opna á möguleikann á málefnalegri umræðu um þau atriði, með því að benda á það sem er sameiginlegt. Það sem eftir stendur er þá það sem Reykjavík glímir sérstaklega við. Þetta er heldur ekki mjög djúp eða tæmandi greining - en einhvers staðar þarf víst að byrja.

Það má byrja á einu atriði þar sem Reykjavíkurborg hefur vissulega sérstöðu árið 2015 en það er gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga. Þetta eru skuldbindingar vegna lífeyris starfsfólks borgarinnar og koma ekki til greiðslu strax en eru bókfærðar um leið og þær hækka.

Í ársreikningi Reykjavíkurborgar 2015 segir um þetta:

Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var neikvæð um 4.980 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 7.392 mkr. Meginástæða þess er hækkun á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga sem nema 14.263 mkr. Þær skuldbindingar komu þó ekki til greiðslu á síðasta ári heldur er um skuldbindingar til næstu ára og áratuga að ræða. 

Önnur sveitarfélög tóku á sig sambærilega hækkun skuldbindinga, vegna launahækkana og endurreiknings á lífaldri fólks (til hækkunar) en færðu ekki með sama hætti; Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið að mér vitandi sem færir þetta í einu lagi.

Því er þó ekki að neita að reksturinn var að frádregnum þessum skuldbindingum samt sem áður þungur og sumir þættir rekstursins fóru fram úr áætlun (sem gerði ráð fyrir hagræðingu sem náðist þá ekki að fullu). Það var hins vegar vitað að rekstur þessa árs yrði þungur vegna launahækkana; það vissu öll sveitarfélög og öll glíma þau við sömu áskoranir að þessu leyti. Þetta sést vel ef við lítum aðeins yfir sviðið.

Í ársreikningi Akureyrarbæjar 2015  segir um rekstrarniðurstöðu A-hluta:

Þrátt fyrir stöðugleika í rekstri var niðurstaða A-hluta neikvæð um 469 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 631 millj. kr. Sér í lagi var rekstur aðalsjóðs þungur innan A-hluta með 1.185 millj. kr. halla sem skýrist að stórum hluta af miklum kjarasamningsbundnum launahækkunum, starfsmati og hækkun á lífeyrisskuldbindingum.

Í ársreikningi Seltjarnarnesbæjar 2015 segir um rekstrarniðurstöðu samstæðunnar:

Rekstrarniðurstaða varð neikvæð um 126,7 m.kr. en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir afgangi upp á 6,6 m.kr. Meginskýringin á lakari afkomu, eru miklar launahækkanir umfram þær forsendur sem fjárhagsáætlun byggði á. Nýir kjarasamningar og hækkanir vegna starfsmats á haustmánuðum hækkuðu laun og tengd gjöld um 228 m.kr. 

Við framlagningu ársreiknings Kópavogsbæjar 2015 sagði bæjarstjóri (og vísar til jákvæðrar útkomu samstæðunnar en A-hluti var hins vegar rekinn með 222 milljóna tapi):

„Hjá Kópavogsbæ eins og öðrum sveitarfélögum hafa kjarasamningar síðasta árs verið miklu þyngri fyrir reksturinn en við gerðum ráð fyrir. Það jákvæða er að okkur gengur vel að lækka skuldahlutfall bæjarins og að ársreikningurinn sýnir jákvæða afkomu.“

Í ársreikningi Hafnarfjarðarbæjar 2015 segir:

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar árið 2015 sýnir neikvæða rekstrarniðurstöðu um 512 milljónir króna. Helstu frávik frá áætlun, sem gerði ráð fyrir rekstrarafgangi að fjárhæð 219 milljónir, má einkum rekja til hækkunar launa vegna starfsmats og nýrra kjarasamninga sem nemur um 595 milljónum króna umfram áætlun. Lífeyrisskuldbinding sveitarfélagsins hækkaði um 1.042 milljónir króna eða um 435 milljónir króna umfram áætlun. Laun, launatengd gjöld og breyting lífeyrisskuldbindingar eru stærstu útgjaldaliðir sveitarfélagsins og námu þeir í heild 11.372 milljónum króna sem er 1.030 milljónum krónum hærra en áætlun gerði ráð fyrir.

Halda má því til haga að ég fann eitt sveitarfélag í yfirferð minni sem rekið var með afgangi bæði samstæðu og A-hluta, en það er Garðabær. Sá afgangur er þó ekki mikill og um hann segir bæjarstjóri:

Það verður að teljast góður árangur að skila árinu 2015 með jákvæðri rekstrarútkomu, þegar horft er til þess að ríkið hefur ekki brugðist við áskorun sveitarfélaga um endurskoðun á tekjustofnum þeirra. Eins og staðan er í dag er vart hægt að segja að lögbundnir tekjustofnar sveitarfélaga standi undir þeim verkefnum sem þeim eru falin skv. stjórnarskrá og lögum. Hér má líka benda á að miklar launahækkanir urðu á árinu en sú skriða fór af stað með kjarasamningi ríkisins við framhaldsskólakennara. Þessi skriða reyndist sveitarfélögum mjög dýr, ekki síst vegna nýrra kjarasamninga grunnskólakennara sem komu í kjölfar framhaldsskólasamningsins. Einnig er rétt að nefna að Garðabæ greiddi á árinu 146 milljónir króna með rekstri hjúkrunarheimilisins Ísfoldar þar sem daggjöldin sem eru ákvörðuð af ríkinu stóðu ekki undir kostnaði við reksturinn og loks hækkað lífeyrisskuldbinding Garðabæjar um 248 milljónir króna á árinu í stað 145 milljóna eins og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þegar allt þetta er haft í huga er ljóst að það er aðeins vegna sterkrar fjárhagslegrar stöðu Garðabæjar og þess að vel hefur verið haldið utan um reksturinn á árinu að niðurstaðan er réttu megin við núllið.

Verður þetta að teljast mjög góð lýsing á sameiginlegum vanda sveitarfélaganna og hagsmunum þeirra í glímu við ríkisvaldið, og læt ég því staðar numið í bili.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.
Vill þyngri refsingar fyrir vændiskaup
Fréttir

Vill þyngri refs­ing­ar fyr­ir vændis­kaup

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir það skjóta skökku við að vændis­kaup telj­ist til brota sem ljúka má með lög­reglu­stjóra­sekt. Hún tel­ur að nafn­leynd sem vændis­kaup­end­ur hafa not­ið í rétt­ar­kerf­inu gefa til kynna að dóm­stól­um þyki vændis­kaup al­var­legri og skamm­ar­legri glæp­ur en við­ur­lög­in gefi til kynna. Bryn­hild­ur vill að refsiramm­inn fyr­ir vændis­kaup verði end­ur­skoð­að­ur.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri
Fréttir

Færri kon­ur en karl­ar fá hjarta­hnoð á al­manna­færi

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Fréttir

Spá því að stýri­vext­ir muni hækka áfram og enda í 9,5 pró­sent­um

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.
Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Greining

Flótti heim­ila í verð­tryggð lán held­ur áfram – Met sett í ág­úst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.
Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“
Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
Fréttir

Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
FréttirSjávarútvegur

Stór­ar út­gerð­ir ráði óeðli­lega miklu

Of mik­ið til­lit er tek­ið til hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á kostn­að al­manna­hags­muna í lokanið­ur­stöð­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar að mati Land­vernd­ar. „Sterk­ar rétt­læt­ing­ar er að finna um óbreytt afla­marks­kerfi, að veiði­gjöld séu sann­gjörn óbreytt og að litl­ar breyt­ing­ar þurfi að gera al­mennt.“