Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Eystrasaltsríkin: Málstaður þeirra er okkar

Eystrasaltsríkin: Málstaður þeirra er okkar

Fyrir skömmu komu forsetar þjóðanna við Eystrasaltið; Lettlands, Litháens og Eistlands hingað til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru liðin frá því að þau öðluðust frelsi og losnuðu undan járnhæl Sovétríkjanna (1922-1991). Ísland tók upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú þann 26.ágúst árið 1991. Þá var yfirstaðin misheppnuð valdaránstilraun gegn þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, Mikail Gorbatsjov, en hann lést 30.8 2022.

Ísland, með þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, í fararbroddi, lék stórt hlutverk í sjálfstæðisferli Eystrasaltsþjóðanna, með því að viðurkenna sjálfstæði þeirra, fyrst vestrænna ríkja.

Af því tilefni var haldin ráðstefna í Háskóla Íslands föstudaginn 26.ágúst þar sem forseti Íslands hélt erindi og síðan voru umræður. Þar tóku þátt þeir Egils Levits, forseti Lettlands, Gitanas Nausėda, forseti Litháens og Alar Karis, forseti Eistlands.

Alls búa um 5.8 milljónir manna í þessum þremur smáríkjum. Frá 1940 til 1991 voru þau á valdi Nasista og Sovétmanna. Rússa frá 1940-1941, Nasista frá 1941-44 og síðan aftur Rússa (Sovétmanna), á tíma kalda stríðsins og til 1991, þegar Sovétið féll á jóladag það ár.

Einn af síðustu nöglunum í líkkistu Sovétríkjanna var einmitt sleginn í Vilnius, Litháen, í janúar árið 1991, þegar sovéskir hermenn reyndu að hertaka sjónvarpsturninn í borginni.

Stríðsástand réði þar ríkjum í þrjá daga í janúar, en þessum atburðum lauk með dauða 11 Litháa sunnudaginn 13.janúar. Stundum er þessi dagur kallaður ,,blóðugi sunnudagurinn.“ Fjórir til viðbótar létust nokkrum dögum seinna. En þetta brölt heimsveldsins mistókst, enda það komið á brauðfætur.

Í kjölfar sjálfstæðis gengu öll ríkin bæði í ESB og NATO, til að öðlast skjól gegn rússneska bangsanum í austri. Þau vilja öll stuðla að frelsi, lýðræði og mannréttindum. Allt þetta var brotið á bak aftur, bæði af nasistum og síðar Rússum. Til að mynda var framferði svokallaðra ,,Einsatzgruppen“ frá Þriðja ríki Hitlers í seinna stríði ein samfelld blóðsaga og tugir þúsunda Gyðinga í þessum löndum myrtir á grimmilegan hátt af Þjóðverjum og samverkamönnum þeirra.

Mikillar spennu hefur gætt í ríkjunum síðan Rússland réðist inn í Úkraínu í lok febrúar á þessu ári. Fjöldi Rússa býr í ríkjunum þremur og mikil samskipti á milli. Öll ríkin þrjú styðja hins vegar málstað Úkraínumanna, enda járnhæll og kúgun Sovétmanna enn í fersku minni. Sporin hræða.

Málstaður Eystrasaltsríkjanna og Úkraínu er okkar og öfugt. Sporna þarf við öllum tilraunum til kúgunar og kæfingar lýðræðis og mannréttinda. Hvar sem er í heiminum.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.