Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Fullveldisframsal víðar en í orkupakka

Því er haldið fram að í 3. orkupakkanum sé falið framsal á fullveldi Íslands til Brussel. Það kann vel að vera, þó að sjálfur óttist ég það frekar að orkupakkinn færi íslenskum „fjármálasnillingum“ frelsi til að braska á kostnað neytenda, rétt eins og innleiðing bankaregluverks ESB veitti þeim færi á að hvellsprengja efnahagsbólu framan í þjóðina. En þeir sem vilja verja fullveldi Íslands og sjálfstæði okkar í orkumálum þurfa að hafa augun opin fyrir öðrum samningum sem kunna að vera enn skaðlegri en orkupakkarnir, þar á meðal Samningnum um orkusáttmála (ECT, Energy Charter Treaty) sem íslensk stjórnvöld staðfestu í júlí 2015 án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu. Engar opinberar upplýsingar er að finna um samninginn á síðum Alþingis eða ráðuneyta, fyrir utan þessi orð í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis árið 2016: „Samningur um orkusáttmála, sem fjallar um samvinnu ríkja á sviði orkumála, öðlaðist gildi 18. október 2015.“ Svo mörg voru þau orð um samning sem telja verður að vegi mjög alvarlega að fullveldi Íslands í orkumálum.

Tilgangur samningsins er að verja fjárfestingar fyrirtækja á sviði orkumála og veita þeim færi á að kæra þjóðríki til alþjóðlegs gerðardóms ef niðurstaða dómskerfis viðkomandi lands er þeim ekki að skapi. Samningurinn hefur orðið grundvöllur fleiri kærumála en nokkur annar sambærilegur alþjóðasamningur, en 75 mál voru rekin á vettvangi hans á árunum 2013 til 2017. Svonefnd skúffufyrirtæki eru fyrirferðamikil í hópi kærenda og eru dæmi um að fjárfestar kæri eigið heimaland í gegnum slík félög. Við getum því ímyndað okkur að alþjóðleg fyrirtæki eins og Ancala Partners, eigandi 50% hlutar í HSOrku í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð, geti með auðveldum hætti krafið íslenska ríkið um háar skaðabætur komi til ágreinings um réttindi og skyldur.

The Transnational Institute og Corporate Europe Observatory, alþjóðleg samtök sem vinna að lýðræðisumbótum, jafnrétti og umhverfisvernd, gáfu í fyrra út skýrslu um samninginn og fóru um hann ófögrum orðum. Þar eru rakin dæmi um það hvernig samningurinn hefur verið notaður til að krefja Búlgaríu og Ungverjaland um háar skaðabætur fyrir ákvarðanir sem teknar voru til að takmarka gróða orkufyrirtækja og halda aftur af hækkunum á raforkuverði til almennings. Orkufyrirtæki hafa til skoðunar svipuð mál í Bretlandi þar sem stjórnvöld komu nýverið á hámarksverði á raforku. Meðal þekktari mála sem byggja á samningnum er kæra sænska orkufyrirtækisins Vattenfall gegn þýska ríkinu fyrir strangari mengunarreglur kolorkuvera og lokun kjarnorkuvera. Eins kæra breska olíuvinnslufyrirtækisins Rockhopper gegn ítalska ríkinu fyrir takmarkanir sem ítalska þingið setti á olíu- og gasleit í Adríahafinu árið 2016. Fyrirtækið fer fram á andvirði um sex milljarða króna fyrir áfallinn kostnað af leitinni en einnig sexfalda þá upphæð fyrir að hafa orðið af framtíðarhagnaði af olíuvinnslunni. Ítalía sagði sig frá samningnum árið 2016 og Rússland árið 2018, bæði löndin vegna fjárhagslegra byrða sem hlutust af honum. Í tilfelli Rússlands var um að ræða hæstu skaðabætur sem gerðardómur hefur veitt, eða 50 milljarðar dala, í svonefndu Yukus-máli þar sem rússneskir ólígarkar tókust á við rússneska ríkið í gegnum erlend aflandsfélög. 

Það verður ekki um það deilt að samningurinn veikir stöðu ríkja gagnvart fyrirtækjum, þar á meðal þeirra sem hingað kunna að leita, t.d. norskum eigendum vindorkugarða, breskum eigendum raforkustrengs eða kínverskum eigendum olíuleitarfyrirtækja. Fyrr á þessu ári kom framkvæmdastjóri ECT til fundar við iðnaðarráðherra og embættismenn utanríkisráðuneytisins og án nokkurs lýðræðislegs samráðs ákváðu þeir að Ísland „tæki virkari þátt í samningnum og endurskoðun hans“. Samningur um orkusáttmála hefur enga kosti fyrir okkur Íslendinga sem búum við sjálfstætt dómskerfi, mikið orkuöryggi og vel fjármögnuð orkufyrirtæki í almannaeigu. En ókostirnir eru margir og með staðfestingu samningsins og ákvörðun um virkari aðild hafa ríkisstjórnir skipaðar Sjálfstæðisflokknum, Vinstri-grænum, Framsóknarflokknum og Miðflokknum vegið alvarlega að fullveldi okkar, lýðræðislegum stjórnarháttum og gert ríkissjóð berskjaldaðan fyrir himinháum skaðabótakröfum erlendra fyrirtækja. Umræðan um fullveldisafsal okkar í orkumálum er því rétt að byrja.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.
Dæmi um að rithöfundar fái 11 krónur fyrir streymi
Greining

Dæmi um að rit­höf­und­ar fái 11 krón­ur fyr­ir streymi

Breytt­ar neyslu­venj­ur les­enda hafa áhrif á við­kvæmt vist­kerfi bóka­út­gáfu á Ís­landi. Inn­koma Stor­ytel á mark­að­inn fyr­ir fimm ár­um hef­ur haft sitt að segja en marg­ir rit­höf­und­ar gagn­rýna tekjumód­el fyr­ir­tæk­is­ins og segja það hlunn­fara höf­unda. Á sama tíma hafa end­ur­greiðsl­ur til út­gef­anda haft áhrif og formað­ur RSÍ tel­ur að hún mætti gagn­ast höf­und­um bet­ur.
Að selja stolin reiðhjól er uppgripavinna
Skýring

Að selja stol­in reið­hjól er upp­gripa­vinna

Á síð­asta ári var til­kynnt um tugi þús­unda stol­inna reið­hjóla í Dan­mörku. Lög­regl­an tel­ur að raun­veru­leg tala stol­inna hjóla sé þó marg­falt hærri. Þjóf­arn­ir sækj­ast í aukn­um mæli eft­ir dýr­ari hjól­um, sem auð­velt er að selja og hafa af því góð­ar tekj­ur.
Garðrækt í safni í súld
Gagnrýni

Garð­rækt í safni í súld

Doktor Gunni rýn­ir í tvær plöt­ur ís­lenskra tón­list­ar­kvenna: How To Start a Garden með Nönnu og Muse­um með JF­DR.
Beinadalur
Hlaðvarp

Beinadal­ur

Níu þátta hlað­varps­serí­an Bo­ne valley, eða Beinadal­ur, fer með hlust­end­ur í rann­sókn­ar­leið­ang­ur í gegn­um mýr­ar og dómsali Flórída­rík­is í leit að sann­leik­an­um og rétt­læti fyr­ir Leo Schofield, sem var rang­lega dæmd­ur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyr­ir að hafa átt að bana eig­in­konu sinni, Michelle, ár­ið 1987.
Kærir Gísla til héraðssaksóknara og lætur kyrrsetja eignir
Fréttir

Kær­ir Gísla til hér­aðssak­sókn­ara og læt­ur kyrr­setja eign­ir

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Gísla Hjálm­týs­son­ar, fjár­fest­is og pró­fess­ors, hef­ur kært hann fyr­ir að hafa hald­ið eft­ir pen­ing­um vegna sölu fast­eigna sem þau áttu sam­an. Sam­hliða hef­ur hún far­ið fram á kyrr­setn­ingu eigna hans vegna kröfu upp á 233 millj­ón­ir króna, sem með­al ann­ars er til­kom­in vegna við­skipt­anna sem hún kær­ir.
„Kannski er þetta grænþvottur“
RannsóknFernurnar brenna

„Kannski er þetta græn­þvott­ur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.
Litlar breytingar á áratug: Karlar stýra enn peningum á Íslandi
Úttekt

Litl­ar breyt­ing­ar á ára­tug: Karl­ar stýra enn pen­ing­um á Ís­landi

Lög um kynja­kvóta í stjórn­um ís­lenskra fyr­ir­tækja tóku gildi fyr­ir tíu ár­um síð­an. Í út­tekt sem Heim­ild­in hef­ur gert ár­lega á þeim ára­tug sem lið­inn er frá þeim tíma­mót­um kem­ur fram að hlut­fall kvenna sem stýra fjár­magni á Ís­landi hef­ur far­ið úr því að vera sjö pró­sent í að vera 14,7 pró­sent. Af 115 störf­um sem út­tekt­in nær til gegna kon­ur 17 en karl­ar 98.
Sif Sigmarsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Af­neit­un hinna far­sælu

Ef Ris­hi Sunak hefði ekki klæðst ákveðn­um sokk­um á G7-fundi hefði draum­ur sokka­sala um vel­gengni ekki ræst. Það þarf stund­um heppni og góð sam­fé­lög með öfl­ug skatt­kerfi til að njóta far­sæld­ar.