Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Brenndir lífeyrissjóðir stökkva á eldinn

Við sem greiðum stóran hluta launa okkar í lífeyrissjóði gerum eflaust flest þá eðlilegu kröfu til stjórnenda þeirra að þeir vandi sig við fjárfestingar, séu frekar íhaldssamir en ævintýragjarnir og að þeir séu nægilega jarðbundnir til að sjá í gegnum háfleygar söluræður braskara. Því miður hefur stjórnendum nokkurra lífeyrissjóða orðið hált á því svellinu að undanförnu. Má þar t.d. nefna 1,4 milljarða króna hlutabréfakaup fjögurra þeirra í Silicor Materials Holding árið 2015, fyrirtæki með vafasama rekstrarsögu sem ætlaði að framleiða sólarkísil með aðferð sem hvergi hafði áður verið beitt í heiminum! Verksmiðjan reis auðvitað aldrei og fé lífeyrisgreiðenda rann líklega allt í vasa lögfræðinga, ráðgjafa og stjórnenda fyrirtækisins, m.a. til að draga íbúa Hvalfjarðar í gegnum allt dómskerfið í árangurslausri tilraun til að koma í veg fyrir að verksmiðjan færi í gegnum mat á umhverfisáhrifum.

Annað og nýlegra dæmi um illa ígrunduð viðskipti stjórnenda lífeyrissjóða er rúmlega tveggja milljarða króna fjárfesting í kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík, verksmiðju sem var rekin í þrot á þremur árum af einstaklingum sem vitað var að kunnu ekki til verka og áttu vafasama fortíð í viðskiptum og rekstri. Stjórnendur lífeyrissjóðanna þurftu að þola mikla gagnrýni vegna fjárfestingarinnar, bæði frá almennum eigendum sjóðanna sem töpuðu á þessu fé en einnig frá íbúum Reykjanesbæjar sem þurftu að búa við loftmengun frá verksmiðjunni. Lífeyrissjóðirnir brugðust við þessu með þeim óvenjulega hætti að kæra framkvæmdastjóra United Silicon og aðra stjórnendur félagsins til héraðssaksóknara. Töldu þeir að m.a. þyrfti að rannsaka hvort fjármunir United Silicon „hafi mögulega verið nýttir, með ólögmætum hætti, til að fjármagna aðkomu [framkvæmdastjórans], eða aðila honum tengdum, að verkefninu.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk frá Héraðssaksóknara er þessi kæra enn til skoðunar. Í nýlegri skýrslu lífeyrissjóðanna um mögulega skaðabótaskyldu forsvarsmanna fyrirtækisins, ráðgjafa og opinberra stofnana segir svo: „Ástæða er að taka það sérstaklega til skoðunar hvort forsvarsmenn [United Silicon] hafi vitað eða mátt vita frá upphafi að áætlanir þeirra um uppbyggingu verksmiðjunnar í Helguvík hafi verið óraunhæfar og þá hugsanlega byggðar á röngum eða sviksamlegum forsendum“.

Málshátturinn segir að brennt barn forðist eldinn. Þess vegna vekur það furðu að nú séu lífeyrissjóðirnir aftur komnir í viðskiptasamband við annan af stofnendum United Silicon, nú í tengslum við virkjanaframkvæmd norður á Ströndum. Þar hefur sá farið með umboð fyrir ítalska huldumanninn Felix Von Longo-Liebenstein, sem var einnig eigandi lítils hlutar í hinu gjaldþrota kísilveri. Lífeyrissjóðirnir standa að þessum umdeildu virkjanaframkvæmdum í gegnum 50% hlut sinn í HS Orku og dótturfélagi þess, Vesturverk. Það var síðastnefnda fyrirtækið sem gerði samning um vatnsréttindi virkjunarinnar við þá tvímenninga, ítalska huldumanninn og stofnanda United Silicon, samning sem nú virðist hafa byggt á röngum landamerkjum! Ef dómstólar staðfesta að svo sé þá má telja víst að það borgi sig ekki að reisa og reka Hvalárvirkjun, enda hefur hún hingað til fallið í hóp allra óhagkvæmustu virkjanakosta sem völ er á hér á landi.

Í sjálfu sér ættu sársaukafull átök í samfélaginu á Ströndum og mikil umhverfisspjöll að vera næg ástæða fyrir lífeyrissjóðina til að leggja fyrirætlanir um Hvalárvirkjun á hilluna, en ofan á það bætist nú að ein af grunnforsendum framkvæmdarinnar er vafasamur samningur dótturfyrirtækis lífeyrissjóðanna við erlendan huldumann og íslenskan umboðsmann hans sem lífeyrissjóðirnir hafa kært fyrir grun um refsiverð brot í fyrri viðskiptum við sjóðina. Lífeyrissjóðirnir eiga tilvist sína undir því að almenningur beri til þeirra traust. Þess vegna geta þeir ekki leyft sér að nota lögskyldan lífeyrissparnað okkar til að fjármagna loftkastala braskara og huldumanna, efna til harðvítugra samfélagsátaka eins og norður á Ströndum eða til að berjast gegn hagsmunum almennings eins og gert var í Helguvík og Hvalfirði. Láti sjóðirnir ekki af þessum starfsháttum mun vígvöllur mótmæla og átaka að öllum líkindum færast frá Trékyllisvík í Árneshreppi til höfuðstöðva Landssamband lífeyrissjóða í Reykjavík.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Heimildin í vikulega útgáfu
Fréttir

Heim­ild­in í viku­lega út­gáfu

Frá og með 21. apríl kem­ur prentút­gáfa Heim­ild­ar­inn­ar út viku­lega.
Héraðsdómur neitar að afhenda dóminn
Fréttir

Hér­aðs­dóm­ur neit­ar að af­henda dóm­inn

Bæði Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur og embætti rík­is­lög­manns neita að af­henda dóm­inn í máli Jó­hanns Guð­munds­son­ar. Hann starf­aði sem skrif­stofu­stjóri í at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og lét fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi um sumar­ið en var sagt upp í kjöl­far­ið og kærð­ur til lög­reglu.
Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“
Fréttir

Tóm­ar rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins – „Mér líð­ur hörmu­lega“

Rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins eru nú tóm­ar eft­ir að starfs­fólki var til­kynnt í morg­un að út­gáfu blaðs­ins væri hætt. Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins seg­ir stöð­una áfall fyr­ir ís­lenska fjöl­miðla­sögu og áfall fyr­ir lýð­ræð­ið í land­inu. Sam­hliða því að út­gáfu­fé­lag­ið Torg fer í þrot flyst DV.is í Hlíða­smára.
Segir nýja fjármálaáætlun geyma engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða
Fréttir

Seg­ir nýja fjár­mála­áætl­un geyma eng­ar raun­veru­leg­ar að­gerð­ir til að hagræða

Þing­mað­ur Við­reisn­ar gagn­rýndi fimm ára fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Al­þingi í dag á með­an þing­mað­ur Vinstri grænna mærði hana og sagði að í áætl­un­inni væri með skýr­um hætti for­gangsrað­að í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins og al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins þar sem ekki væri gerð að­haldskrafa.
Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum
Fréttir

Frétta­blað­ið hætt­ir að koma út og Hring­braut hætt­ir út­send­ing­um

Rekst­ur DV.is og tengdra vef­miðla, hring­braut.is og Ice­land Magaz­ine hafa ver­ið færð­ir yf­ir í fé­lag­ið Fjöl­miðla­torg­ið ehf. Stjórn­end­ur Torgs segja að mark­að­ur­inn hafi ekki haft nægj­an­lega trú á nýju út­gáfu­fyr­ir­komu­lagi Frétta­blaðs­ins.
Mölunarverksmiðjan í Þorlákshöfn yrði allt að 60 metrar á hæð
Fréttir

Möl­un­ar­verk­smiðj­an í Þor­láks­höfn yrði allt að 60 metr­ar á hæð

Sex til tíu síló sem rúma 4.000 tonn hvert yrðu reist við möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­berg í Þor­láks­höfn ef af fram­kvæmd­inni verð­ur. Tvær stað­setn­ing­ar eru reif­að­ar í nýrri matsáætl­un fram­kvæmd­ar­inn­ar, önn­ur við höfn­ina og skammt frá íbúa­byggð en hin fjær byggð þar sem byggja þyrfti höfn.
Grínið orðið að veruleika
ViðtalAllt af létta

Grín­ið orð­ið að veru­leika

Bríet Blær Jó­hanns­dótt­ir grín­að­ist með það við vin­kon­ur sín­ar eft­ir að hún skráði sig á bið­lista fyr­ir kyn­leið­rétt­ing­ar­að­gerð að bið­list­inn væri ör­ugg­lega svo lang­ur að hún kæm­ist ekki í að­gerð­ina fyrr en hún yrði þrí­tug. Hún var nýorð­in 26 ára þeg­ar hún skráði sig og verð­ur 29 ára á þessu ári. „Grín­ið er orð­ið að veru­leika,“ seg­ir hún.
Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Fréttir

Ásmund­ur: Ástand­ið á Suð­ur­nesj­um að verða „ógn­væn­legt og óbæri­legt“ vegna fjölda hæl­is­leit­enda

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skóf ekki ut­an af því í ræðu­stól Al­þing­is í vik­unni þeg­ar hann fór mik­inn um ástand­ið á Suð­ur­nesj­um hvað hús­næð­is­mál varð­ar. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að stjórn­mála­menn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæsku­leg við­brögð í af­ar við­kvæmri stöðu á þessu svæði.
Halldór Benjamín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins
Fréttir

Hall­dór Benja­mín hætt­ir hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son sem hef­ur stað­ið í ströngu í kjara­bar­átt­unni að und­an­förnu hef­ur ákveð­ið að láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Í sum­ar hef­ur hann störf sem for­stjóri Reg­ins fast­eigna­fé­lags.
Lísa í Sjávarútvegslandi
Kjartan Páll Sveinsson
Aðsent

Kjartan Páll Sveinsson

Lísa í Sjáv­ar­út­vegslandi

Kjart­an Páll Sveins­son seg­ir að þau sem reyna að fylgj­ast með stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegs­mál­um á Ís­landi þessi miss­er­in tengi ef­laust við raun­ir Lísu í Undralandi þar sem ekk­ert var sem sýnd­ist.
Áframhaldandi halli, mildur hvalrekaskattur, bankasala og lítið aðhald
Greining

Áfram­hald­andi halli, mild­ur hval­reka­skatt­ur, banka­sala og lít­ið að­hald

Fimm ára fjár­mála­áætl­un er ætl­að að hjálpa til við að berja nið­ur verð­bólgu og slá á þenslu. Þar eru boð­að­ar skatta­hækk­an­ir, sem sum­ar eru út­færð­ar og aðr­ar alls ekki, að­halds­að­gerð­ir og eigna­sala. Heim­ild­in greindi það helsta sem er að finna í áætl­un­inni.
BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs
Fréttir

BSRB-fé­lög und­ir­rita kjara­samn­inga til eins árs

Fjór­tán að­ild­ar­fé­lög BSRB, sam­tals með um fjór­tán þús­und fé­lags­menn, hafa náð sam­komu­lagi um gerð skamm­tíma­kjara­samn­inga við rík­ið og Reykja­vík­ur­borg. At­kvæða­greiðslu um samn­ing­ana mun ljúka 14. apríl.
Loka auglýsingu