Aðili

Útlendingastofnun

Greinar

Þegar hungur er eina vopnið
ÚttektFlóttamenn

Þeg­ar hung­ur er eina vopn­ið

Ramaz­an Fay­ari seg­ist held­ur vilja deyja á Ís­landi, en að vera send­ur aft­ur til Af­gan­ist­an þar sem þjóð­ar­brot hans sæt­ir of­sókn­um og árás­um. Hann hef­ur nú ver­ið í hung­ur­verk­falli í mán­uð. Ís­land held­ur áfram að beita Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni þrátt fyr­ir að fyr­ir liggi að evr­ópsk stjórn­völd hygg­ist áfram­senda við­kom­andi til Af­gan­ist­an þar sem stríðs­átök hafa færst í auk­ana und­an­far­in ár.
Útlendingastofnun rekur fórnarlamb mansals úr landi
ViðtalFlóttamenn

Út­lend­inga­stofn­un rek­ur fórn­ar­lamb man­sals úr landi

Ung­um níg­er­ísk­um hjón­um hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa land­ið ásamt sjö ára dótt­ur þeirra. Kon­an flúði man­sal og seg­ir að hún hafi þurft að þola hót­an­ir alla tíð síð­an, en móð­ir henn­ar var myrt og syst­ir henn­ar blind­uð. Eig­in­mað­ur henn­ar hrakt­ist frá heima­land­inu vegna póli­tískra of­sókna. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ákveð­ið að senda sjö ára dótt­ur þeirra til Níg­er­íu, en hún er fædd á Ítal­íu, tal­ar ís­lensku og hef­ur aldrei bú­ið í Níg­er­íu.
Farlama faðir og ellefu ára dóttir send úr landi
Fréttir

Far­lama fað­ir og ell­efu ára dótt­ir send úr landi

Abra­him Maleki og ell­efu ára göm­ul dótt­ir hans, Hanyie, verða send úr landi á næstu vik­um en Út­lend­inga­stofn­un hef­ur hafn­að beiðni þeirra um efn­is­lega með­ferð á um­sókn um hæli hér. Litla stúlk­an hef­ur þurft að ann­ast föð­ur sinn síð­ustu ár en hann er bækl­að­ur eft­ir bíl­slys. Feðg­in­in, sem eru af­gansk­ir flótta­menn, lentu í mikl­um lífs­háska á leið sinni yf­ir Mið­jarð­ar­haf­ið og eru hepp­in að vera á lífi.
Eze í áfalli: „Ég er eiginlega bara hvergi“
FréttirFlóttamenn

Eze í áfalli: „Ég er eig­in­lega bara hvergi“

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur synj­að beiðni Eze Oka­for um dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­ástæð­um. Stofn­un­in tel­ur hann ekki í sér­stakri hættu í heima­land­inu Níg­er­íu þrátt fyr­ir að þar hafi hann ver­ið of­sótt­ur af með­lim­um hryðju­verka­sam­tak­anna Bo­ko Haram. Prest­ur inn­flytj­enda gagn­rýn­ir stofn­un­ina harð­lega fyr­ir vinnu­brögð­in.
Ofsóttur af Boko Haram en Útlendingastofnun telur öruggt að senda hann til Nígeríu
FréttirFlóttamenn

Of­sótt­ur af Bo­ko Haram en Út­lend­inga­stofn­un tel­ur ör­uggt að senda hann til Níg­er­íu

Út­lend­inga­stofn­un tel­ur Eze Oka­for ekki í hættu í Níg­er­íu þrátt fyr­ir tíð­ar árás­ir í heima­borg hans að und­an­förnu. Ef hann telji svo vera geti hann kom­ið sér fyr­ir í suð­ur­hlut­an­um en þar hef­ur hann eng­in tengsl. Um­sókn hans um dval­ar­leyfi var hafn­að þrátt fyr­ir að hann eigi unn­ustu á Ís­landi.
Hælisleitandi í hungurverkfalli hefur verið sendur úr landi
Fréttir

Hæl­is­leit­andi í hung­ur­verk­falli hef­ur ver­ið send­ur úr landi

Af­gansk­ur flótta­mað­ur, Abdol­hamid Rahmani, var í gær send­ur úr landi til Grikk­lands. Þeg­ar hann frétti af brott­vís­un­inni, þann 27. fe­brú­ar, fór hann í hung­ur­verk­fall til að mót­mæla stöðu sinni. Heim­ild­ir Stund­ar­inn­ar herma að hann sé enn í hung­ur­verk­falli. Hann er nú á kom­inn til Grikk­lands þar sem hann seg­ist ótt­ast um líf sitt.

Mest lesið undanfarið ár