Svæði

Ísland

Greinar

Reiðhjóli bæjarfulltrúans stolið: Lögreglan brýnir fyrir fólki að geyma þau innandyra
FréttirÞjófnaður

Reið­hjóli bæj­ar­full­trú­ans stol­ið: Lög­regl­an brýn­ir fyr­ir fólki að geyma þau inn­an­dyra

Frið­jón Ein­ars­son, bæj­ar­full­trúi í Reykja­nes­bæ, varð fyr­ir því óláni á föstu­dags­kvöld­ið að reið­hjóli hans var stol­ið. Nú þeg­ar nær dreg­ur sumri aukast þjófn­að­ir af þessu tagi. Varð­stjóri hjá lög­regl­unni á Suð­ur­nesj­um, Bjarney Annels­dótt­ir seg­ir þessa þjófn­aði nú eiga sér stað all­an árs­ins hring en henn­ar reið­hjóli var stol­ið þar sem það stóð læst fyr­ir ut­an heim­ili henn­ar í fyrra.
Sigurplan Davíðs Oddssonar
ÚttektForsetakosningar 2016

Sig­urpl­an Dav­íðs Odds­son­ar

Stund­in kynnti sér hern­að­ar­áætl­un um­deild­asta stjórn­mála­manns síð­ari ára, sem vinn­ur að end­ur­komu á valda­stól. Kosn­inga­stjór­ar hans úr röð­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins og út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins hyggj­ast virkja hóp til að breyta við­horfi til hans á sam­fé­lags­miðl­um. Dav­íð Odds­son hef­ur mót­að goð­sögn um sjálf­an sig sem hann kynn­ir mark­visst. Hann ætl­ar að verða mót­væg­ið við „sál­ræn­um vanda“ þjóð­ar­inn­ar. Goð­sögn­in sem hann kynn­ir þjóð­inni sam­ræm­ist hins veg­ar ekki sög­unni.
Fátæku börnin
Úttekt

Fá­tæku börn­in

Sautján ára stúlka sem býr við sára fá­tækt seg­ist finna fyr­ir for­dóm­um frá jafn­öldr­um vegna að­stæðna henn­ar. Hún á að­eins eitt par af skóm og göt­ótt föt. Sam­kvæmt skýrslu UNICEF má gera ráð fyr­ir að 6.100 börn líði skort hvað varð­ar fæði, klæði og hús­næði hér á landi. Þar af líða tæp­lega 1.600 börn veru­leg­an skort. Barna­fá­tækt staf­ar af því að for­eldr­ar hafa ekki fram­færslu sem dug­ar til að mæta grunn­þörf­um barna sinna – og þar standa líf­eyr­is­þeg­ar verst. Erf­ið­ur hús­næð­is­mark­að­ur set­ur einnig stórt strik í reikn­ing­inn en meg­in­þorri ör­orku­líf­eyr­is­þega býr við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að og flest­ir eru á leigu­mark­aði. Stund­in ræddi við ein­stæð­ar mæð­ur á ör­orku­líf­eyri um bar­átt­una við að tryggja börn­um þeirra áhyggju­lausa æsku.
Standa í vegi fyrir gistiheimili á meðan bæjarfulltrúi byggir hótel
Fréttir

Standa í vegi fyr­ir gisti­heim­ili á með­an bæj­ar­full­trúi bygg­ir hót­el

Í sveit­ar­fé­lag­inu Garði stend­ur stórt og mik­ið en tómt hús sem áð­ur hýsti hjúkr­un­ar­heim­il­ið Garð­vang. Áhugi er fyr­ir því að breyta hús­inu í gisti­heim­ili en ákvæði í deili­skipu­lagi stend­ur í veg­in­um. Á með­an bygg­ir einn af bæj­ar­full­trú­um í meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar hót­el úti við Garðskaga. Hús­ið er í eigu fjög­urra sveit­ar­fé­laga á Suð­ur­nesj­um og deila þau nú um fram­tíð þess.
Eiga fé í skattaskjólum en segjast eignalaus á Íslandi
FréttirPanamaskjölin

Eiga fé í skatta­skjól­um en segj­ast eigna­laus á Ís­landi

Fyrr­ver­andi eig­end­ur og stjórn­end­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Sunds eru prókúru­haf­ar í þrem­ur skatta­skjóls­fé­lög­um á Seychell­es-eyj­um. Þeir skilja eft­ir sig skulda­slóð á Ís­landi en nota fé­lög­in í skatta­skjól­inu til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi. Skipta­stjóri Sunds seg­ir að erf­ið­lega hafi geng­ið að inn­heimta kröf­ur sem fyrri eig­end­ur Sunds voru dæmd­ir til að greiða þrota­bú­inu.
Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“
FréttirPanamaskjölin

Panama-skjöl­in: „Þessi reynsla varð mér per­sónu­lega mjög erf­ið“

Eggert Claessen, fram­kvæmda­stjóri Frum­taks, átti fyr­ir­tæki í skatt­skjól­inu Tor­tólu sem fékk lán til fjár­fest­inga á ár­un­um fyr­ir hrun. Hann seg­ir að fé­lag­ið hafi ver­ið stofn­að að und­ir­lagi Lands­bank­ans í Lúx­em­borg. Frum­tak sér um rekst­ur tveggja fjár­fest­ing­ar­sjóða þar sem líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru stór­ir hlut­haf­ar.

Mest lesið undanfarið ár