Matarmenningin á Íslandi hefur batnað til muna síðasta áratug eða svo. Þótt enn sé langt í land, er þó orðið ágætisúrval af skemmtilegum og framandi matvörum í búðum. Þannig verður það að teljast áfangasigur að þurfa ekki lengur að gera sér ferð í sérverslun til að kaupa alvöru haloumi-ost eða ekta salami-pylsu. Víðast hvar er nú prýðis úrval af grænmeti og kjöti, hægt er að fá lífrænan kjúkling frá Litlu gulu hænunni og nautakjöt beint frá býli. Áhugi Íslendinga á mat hefur vaxið og margir sætta sig ekki lengur við mat sem er fullur af rotvarnarefnum og inniheldur allskonar e-númer sem eru óþörf. Auk þess hefur þjóðin orðið nýjungagjarnari og óhræddari við að prófa áður óþekktar tegundir.
Óskar Ericsson sýnir hvernig best er að matreiða egg villtra fugla, sem hann segir þau bragðbestu sem hægt er að fá.
Athugasemdir