Svæði

Ísland

Greinar

Sjálfboðaliðum bannað að heimsækja hælisleitendur: „Stendur ekki til boða“
FréttirFlóttamenn

Sjálf­boða­lið­um bann­að að heim­sækja hæl­is­leit­end­ur: „Stend­ur ekki til boða“

Ís­lensk­ir sjálf­boða­lið­ar víðs­veg­ar að úr sam­fé­lag­inu hafa um ára­bil veitt hæl­is­leit­end­um á Ís­landi fé­lags­leg­an jafnt sem and­leg­an stuðn­ing. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur nú lagt blátt bann við heim­sókn­um sjálf­boða­liða á heim­ili hæl­is­leit­enda. Starfs­mað­ur stofn­un­ar­inn­ar seg­ir ekki standa til boða að létta hæl­is­leit­end­um líf­ið inni á þess­um stöð­um.
Einn helsti málflutningsmaður heims lítur hótanir íslensks dómara alvarlegum augum
Fréttir

Einn helsti mál­flutn­ings­mað­ur heims lít­ur hót­an­ir ís­lensks dóm­ara al­var­leg­um aug­um

Bresk­ur sér­fræð­ing­ur í al­þjóða­lög­um furð­ar sig á vinnu­brögð­um Tóm­as­ar H. Heið­ars, for­stöðu­manns Haf­rétt­ar­stofn­un­ar Ís­lands. Tóm­as, sem gegn­ir einnig stöðu dóm­ara við Al­þjóð­lega haf­rétt­ar­dóm­inn, reyndi að fá fræðimann til þess að sníða er­indi sitt að ís­lensk­um hags­mun­um.
Fyrirhugaðar breytingar á lögum um almannatryggingar atvinnuletjandi
Fréttir

Fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á lög­um um al­manna­trygg­ing­ar at­vinnuletj­andi

Ell­en Calmon, formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands, seg­ir sjón­ar­mið líf­eyr­is­þega ekki hafa hlot­ið áheyrn í nefnd um end­ur­skoð­un laga um al­manna­trygg­ing­ar og ótt­ast af­leið­ing­arn­ar verði til­lög­ur nefnd­ar­inn­ar að veru­leika. Frum­varp sem bygg­ist á til­lög­um nefnd­ar­inn­ar er í und­ir­bún­ingi hjá fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu og verð­ur lagt fyr­ir Al­þingi fyr­ir næstu kosn­ing­ar. Lagt er til að breyt­ing­arn­ar taki gildi um næstu ára­mót.
Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna og frændi Bjarna Ben fá eftirsótta lóð í Garðabæ
Fréttir

Fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna og frændi Bjarna Ben fá eft­ir­sótta lóð í Garða­bæ

Full­trúi Bjartr­ar fram­tíð­ar í bæj­ar­ráði ásak­ar meiri­hlut­ann um ógagn­sæi í vali um­sækj­enda á lóð und­ir veit­inga­stað við Arn­ar­nes­vog. Sig­ur­björn Ingi­mund­ar­son, fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Bene­dikt Ein­ars­son, bróð­ur­son­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, urðu fyr­ir vali meiri­hluta bæj­ar­ráðs sem sam­an­stend­ur af Sjálf­stæð­is­mönn­um, með óstofn­að hluta­fé­lag.
Ólafur hefur tekið 18 milljóna arð og lánað 23 milljónir úr Hraðbraut eftir lokun skólans
FréttirHraðbraut

Ólaf­ur hef­ur tek­ið 18 millj­óna arð og lán­að 23 millj­ón­ir úr Hrað­braut eft­ir lok­un skól­ans

Ólaf­ur Hauk­ur John­son reyn­ir að þrýsta á Ill­uga Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra af því hann vill gera nýj­an þjón­ustu­samn­ing við ráðu­neyt­ið fyr­ir Hrað­braut. Þrátt fyr­ir gagn­rýni Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á arð­greiðsl­ur og lán­veit­ing­ar út úr skól­an­um hef­ur hann hald­ið áfram að taka arð úr rekstr­ar­fé­lagi skól­ans og veita lán út úr því þrátt fyr­ir að fé­lag­ið sé tekju­laust. Fjár­mun­ir fé­lags­ins eru bún­ir.
Landspítalinn hættir langtímaleigu
FréttirHeilbrigðismál

Land­spít­al­inn hætt­ir lang­tíma­leigu

Land­spít­al­inn hef­ur um ára­bil leigt út 12 íbúð­ir á Víf­ils­stöð­um til starfs­manna á verði sem er langt und­ir leigu­verði á mark­aði. Í apríl ákvað Land­spít­al­inn að hætta lang­tíma­leigu þess­ara íbúða. 73 fer­metra íbúð var til dæm­is leigð út á 62 þús­und ár­ið 2011. Um­boðs­mað­ur Al­þing­is kom í veg fyr­ir hækk­un leigu­verðs­ins fyr­ir ára­tug síð­an.
Sagan öll fyrir dómi: Sakaður um að misþyrma tveggja ára barni hrottalega
Fréttir

Sag­an öll fyr­ir dómi: Sak­að­ur um að mis­þyrma tveggja ára barni hrotta­lega

Að­al­með­ferð í máli Kaj Ant­ons Arn­ars­son­ar, 24 ára Ís­lend­ings sem set­ið hef­ur í fang­elsi í Stavan­ger frá því í októ­ber á síð­asta ári, er lok­ið. Kaj Ant­oni er gef­ið að sök að hafa mis­þyrmt tveggja ára ís­lensk­um dreng hrotta­lega tvo daga í röð á með­an móð­ir drengs­ins var við vinnu. Litli dreng­ur­inn átti að vera á leik­skóla en var veik­ur þessa ör­laga­ríku daga. Sag­an öll hér á vefn­um.

Mest lesið undanfarið ár