Svæði

Ísland

Greinar

Virtist sem dregin yrði upp sú mynd í fjölmiðlum að kaup á gögnunum strönduðu á skattrannsóknarstjóra
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Virt­ist sem dreg­in yrði upp sú mynd í fjöl­miðl­um að kaup á gögn­un­um strönd­uðu á skatt­rann­sókn­ar­stjóra

„Mér virð­ist sem um­fjöll­un um skatta­skjólslist­ann geti ver­ið að fara aft­ur af stað og þá m.a. á þá lund að skatt­rann­sókn­ar­stjóri sé að draga lapp­irn­ar í kaup­um á gögn­un­um þrátt fyr­ir að hafa feng­ið vil­yrði frá ráðu­neyt­inu til kaup­anna,“ sagði í tölvu­pósti frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra í des­em­ber 2014.
Háskóli Íslands gagnrýnir námslánafrumvarp Illuga harðlega: Gæti reynst samfélaginu dýrkeypt
FréttirMenntamál

Há­skóli Ís­lands gagn­rýn­ir náms­lána­frum­varp Ill­uga harð­lega: Gæti reynst sam­fé­lag­inu dýr­keypt

„Ekki er nóg með að end­ur­greiðsl­ur þyng­ist og mögu­leik­ar á lán­um minnki í nýju kerfi hjá sum­um hóp­um náms­fólks, held­ur verða end­ur­greiðsl­ur af fyrri lán­um einnig þung­bær­ari,“ seg­ir í skýrslu sem Hag­fræði­stofn­un vann fyr­ir skól­ann. Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir eru gerð­ar við frum­varp­ið í um­sögn sem und­ir­rit­uð er af Jóni Atla Bene­dikts­syni, rektor Há­skóla Ís­lands.
„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðlamanna“
FréttirWintris-málið

„Ég hef aldrei, aldrei, kynnst við­líka óheið­ar­leika, virð­ing­ar­leysi og lyg­um af hálfu fjöl­miðla­manna“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs, fjall­ar um sam­skipti sem hann átti við Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son og sjón­varps­menn hjá sænska rík­is­sjón­varp­inu í að­drag­anda heims­frægs við­tals við fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Hann seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.
Hamingjan felst ekki í sófa
Innlit

Ham­ingj­an felst ekki í sófa

Í smekk­legu endarað­húsi á Álfta­nes­inu býr Jóna Val­borg Árna­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Rannís og rit­höf­und­ur, ásamt manni sín­um, Vil­hjálmi Bergs, og börn­um þeirra þrem­ur, Garpi, Vikt­ori og Veru. Það er aug­ljóst um leið og inn er kom­ið að þarf­ir barn­anna eru í fyr­ir­rúmi við inn­rétt­ing­ar og fyr­ir­komu­lag, enda seg­ir Jóna Val­borg að það hafi ver­ið for­gangs­at­riði við val á hús­næði að þar færi vel um börn­in.
Eigendur Íslands græða milljarða á náttúruperlunum okkar
Úttekt

Eig­end­ur Ís­lands græða millj­arða á nátt­úruperl­un­um okk­ar

Gríð­ar­leg breyt­ing hef­ur orð­ið á ásýnd lands­ins með fjölg­un er­lendra ferða­manna. Nátt­úruperlurn­ar eru farn­ar að láta á sjá vegna átroðn­ings en á sama tíma sjá fjár­fest­ar auk­in tæki­færi í nátt­úr­unni. Sí­fellt fleiri land­eig­end­ur stefna á að taka gjald af þeim sem vilja sjá nátt­úr­una og í und­ir­bún­ingi er heil­mik­il upp­bygg­ing hót­ela og annarra mann­virkja á jörð­um við nokkr­ar af okk­ar feg­urstu perl­um.
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
FréttirFangelsismál

Barn­aníð­ing­ur nýt­ur góðs af breyt­ingu laga um ra­f­rænt eft­ir­lit

Í apríl síð­ast­liðn­um var þeim Sig­urði Ein­ars­syni, Magnúsi Guð­munds­syni og Ólafi Ól­afs­syni sleppt út af Kvía­bryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var laga­breyt­ing, sem þing­kona sagði sér­stak­lega smíð­uð ut­an um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þess­ari laga­breyt­ingu er barn­aníð­ing­ur­inn Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son.
Viðskiptavini lokaðrar líkamsræktar áfram rukkaðir
Fréttir

Við­skipta­vini lok­aðr­ar lík­ams­rækt­ar áfram rukk­að­ir

Kópa­vogs­bær krafð­ist þess í út­boði að lík­ams­rækt við sund­laug bæj­ar­ins væri ein­ung­is með ný tæki. Þeirri kröfu var bætt inn eft­ir tvö mis­heppn­uð út­boð. Gym heilsa, sem hafði ver­ið með starf­semi í rým­inu frá ár­inu 1997, vildi ekki fall­ast á kröfu bæj­ar­ins og á end­an­um vann Ree­book Fit­n­ess út­boð­ið. Við­skipta­vin­ir Gym Heilsu eru ósátt­ir við lé­legt flæði upp­lýs­inga og áfram­hald­andi rukk­an­ir sem ber­ast, jafn­vel eft­ir að stöð­inni var lok­að og kort­ið þeirra gert óvirkt.

Mest lesið undanfarið ár