Svæði

Ísland

Greinar

Lausnin felst í samstöðu grasrótarinnar, aukinni menntun og algjörri hugarfarsbreytingu
FréttirVaxandi misskipting

Lausn­in felst í sam­stöðu grasrót­ar­inn­ar, auk­inni mennt­un og al­gjörri hug­ar­fars­breyt­ingu

Hvernig bregst fólk við þeg­ar at­vinnu­ör­yggi minnk­ar og mis­skipt­ing eykst? Æ fleiri leita í fang sterkra leið­toga sem boða auð­veld­ar lausn­ir á með­an þeir egna ólík­um þjóð­fé­lags­hóp­um sam­an. Stund­in ræddi við fræði­menn um mis­skipt­ing­una í ís­lensku og al­þjóð­legu sam­hengi. Þeir benda með­al ann­ars á að auk­in mennt­un stuðli að meiri jöfn­uði.
Hættulegt ef við færum yfir þessi mörk
Fréttir

Hættu­legt ef við fær­um yf­ir þessi mörk

Um­ræða um dán­ar­að­stoð hef­ur ekki far­ið fram hjá Land­læknisembætt­inu, en Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir er al­far­ið á móti þeirri hug­mynd að boð­ið yrði upp á dán­ar­að­stoð hér á landi. „Við eig­um frek­ar að virða líf held­ur en að taka líf,“ seg­ir hann og bend­ir á að boð­ið sé upp á líkn­ar­með­ferð sem geri dauð­vona sjúk­ling­um kleift að fá mann­sæm­andi enda­lok.
Stofna félag um dánaraðstoð
Fréttir

Stofna fé­lag um dán­ar­að­stoð

Lífs­virð­ing, fé­lag um dán­ar­að­stoð, var stofn­að í janú­ar. Til­gang­ur fé­lags­ins er að stuðla að op­inni, upp­byggi­legri og víð­tækri um­ræðu um dán­ar­að­stoð og að vinna að því að sam­þykkt verði lög­gjöf um að við viss­ar að­stæð­ur og að upp­fyllt­um ströng­um skil­yrð­um verði dán­ar­að­stoð val­kost­ur fyr­ir þá sem kjósa að mæta ör­lög­um sín­um með þeim hætti.
Studdi eiginmanninn í sjálfsvíginu
Viðtal

Studdi eig­in­mann­inn í sjálfs­víg­inu

Stein­ar Pét­urs­son tók ákvörð­un um að deyja í heimalandi eig­in­konu sinn­ar, Sviss. Á brúð­kaups­dag­inn þeirra, í byrj­un mars 2013, héldu þau ut­an, þar sem hann lést eft­ir að hafa tek­ið ban­væna lyfja­blöndu hjá stofn­un sem veit­ir lög­lega dán­ar­að­stoð. Stein­ar var orð­inn mjög veik­ur vegna ill­kynja heila­æxl­is og kaus að fara þessa leið til þess að deyja á með­an hann vissi enn hver hann var. Ekkja hans, Sylvia­ne Lecoultre Pét­urs­son, ákvað að styðja hann í þessu ferli, sækja um dán­ar­að­stoð­ina, afla nauð­syn­legra gagna, kaupa fyr­ir hann flug og koma hon­um út, þar sem fjöl­skyld­an sat hjá hon­um á með­an hann var að deyja. Hún efn­ir nú lof­orð við hann með því að vinna að því að opna um­ræð­una í gegn­um Lífs­virð­ingu - fé­lag um dán­ar­að­stoð.
Konungar verkalýðsins
Úttekt

Kon­ung­ar verka­lýðs­ins

Laun formanna verka­lýðs­fé­lag­anna hafa í mörg­um til­vik­um hækk­að langt um­fram með­al­laun. Nýr formað­ur VR vill að for­seti ASÍ segi af sér. Laun for­seta ASÍ hafa hækk­að langt um­fram með­al­laun frá alda­mót­um. Formað­ur VR hót­ar að „boða til frek­ari bylt­inga inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“ ef ekki verð­ur hlustað á fólk. Stund­in spurði for­menn þrjá­tíu verka­lýðs­fé­laga um laun þeirra og hlunn­indi.
Ríkisstjórnin eykur ekki framlög til LÍN þrátt fyrir gagnrýni Bjartrar framtíðar fyrir kosningar
Fréttir

Rík­is­stjórn­in eyk­ur ekki fram­lög til LÍN þrátt fyr­ir gagn­rýni Bjartr­ar fram­tíð­ar fyr­ir kosn­ing­ar

Rík­is­stjórn­in hef­ur sömu stefnu í náms­lána­mál­um og sein­asta rík­is­stjórn, ef marka má fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar 2018-2022. Sömu markmið eru í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og í LÍN-frum­varpi Ill­ugi Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem lagt var fyr­ir á sein­asta kjör­tíma­bili. Björt fram­tíð gagn­rýndi frum­varp­ið harð­lega og í að­drag­anda kosn­inga sagði Ótt­arr Proppé, heil­brigð­is­ráð­herra, að frum­varp­ið væri órétt­látt og bitn­aði mest á tekju­lægri ein­stak­ling­um og kon­um.

Mest lesið undanfarið ár