Fréttamál

Hvalveiðar

Greinar

Lagðist á malbikið til stuðnings mótmælendunum í möstrunum
FréttirHvalveiðar

Lagð­ist á mal­bik­ið til stuðn­ings mót­mæl­end­un­um í möstr­un­um

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son var stadd­ur á segl­báti á milli Fær­eyja og Ís­lands þeg­ar mótor báts­ins fór að hiksta. Það leið ekki á löngu þar til hval­ir voru farn­ir að synda í kring­um bát­inn. Það gerðu þeir næstu tvær klukku­stund­ir, á með­an Ás­geir og skips­fé­lagi hans komu mótorn­um í lag. Ás­geir, sem er eft­ir þessa reynslu mik­ill hvala­vin­ur, lagð­ist á hart mal­bik­ið fyr­ir fram­an lög­reglu­borð­ann sem skildi mót­mæl­end­ur og hval­veiði­skip að síð­deg­is í gær til þess að sýna kon­un­um tveim­ur sem klifr­að höfðu nið­ur úr möstr­um hval­veiði­skipa skömmu áð­ur stuðn­ing.
Ganga líklega út að lokinni skýrslutöku
FréttirHvalveiðar

Ganga lík­lega út að lok­inni skýrslu­töku

Kon­urn­ar sem hlekkj­uðu sig við möst­ur tveggja hval­skipa í gær­morg­un verða ekki sett­ar í far­bann þrátt fyr­ir að Hval­ur hf. hafi lagt fram kær­ur á hend­ur þeim. „Ég reikna bara með því að þær gangi út að lok­inni skýrslu­töku,“ seg­ir Ás­geir Þór Ás­geirs­son, að­stoð­ar­lög­reglu­stjóri hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Martraðarkennt ástand fyrir samstarfsmanninn
FréttirHvalveiðar

Mar­trað­ar­kennt ástand fyr­ir sam­starfs­mann­inn

„Eng­inn vildi þetta. Fyr­ir mig er þetta mar­trað­ar­kennt ástand,“ sagði kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Micah Garen þar sem hann fylgd­ist með sam­starfs­konu sinni Ana­hitu Baba­ei sem hafði hlekkj­að sig við mast­ur hval­veiði­skips­ins Hvals 9 í Reykja­vík­ur­höfn í morg­un. Garen og Baba­ein komu hing­að til lands til þess að skapa heim­ild­ar­mynd um það hvernig fólk get­ur tek­ið hönd­um sam­an og breytt heim­in­um. Nú er út­lit fyr­ir að mynd­in verði um það hvernig fólk hætt­ir lífi sínu fyr­ir ástand sem aldrei breyt­ist.
Dýravelferðarsjónarmið ekki lengur aðalmálið hjá Svandísi
FréttirHvalveiðar

Dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið ekki leng­ur að­al­mál­ið hjá Svandísi

Dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið sem urðu til þess að mat­væla­ráð­herra ákvað að banna hval­veið­ar í júní voru ekki í for­grunni þeg­ar ráð­herr­ann tók ákvörð­un um að leyfa þær að nýju frá og með morg­un­deg­in­um, að sögn Henrys Al­ex­and­ers Henrys­son­ar, full­trúa Sið­fræði­stofn­un­ar HÍ í fagráði um vel­ferð dýra. Enn er ekki hægt að tryggja mann­úð­lega af­líf­un stór­hvela, seg­ir Henry.
Ný skýrsla: Efnahagsleg áhrif hvalveiða lítil í þjóðhagslegu samhengi
FréttirHvalveiðar

Ný skýrsla: Efna­hags­leg áhrif hval­veiða lít­il í þjóð­hags­legu sam­hengi

Í fyrra nam út­flutn­ings­verð­mæti hvala­af­urða tæp­lega 0,8 pró­sent­um af heild­ar­út­flutn­ings­verð­mæti ís­lenskra sjáv­ar­af­urða, sam­kvæmt skýrslu sem ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­ið In­tell­econ vann fyr­ir mat­væla­ráðu­neyt­ið. Fiski­stofa Jap­ans veit­ir lán til inn­flutn­ings á hval­kjöti frá Ís­landi.
Ráðgjafi Hvals átti einkaleyfi á hluta sprengjuskutulsins í 20 ár
FréttirHvalveiðar

Ráð­gjafi Hvals átti einka­leyfi á hluta sprengju­skutuls­ins í 20 ár

Hval­ur hf. hyggst hefja hval­veið­ar aft­ur í byrj­un sept­em­ber eft­ir að Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra bann­aði þær tíma­bund­ið fyrr í sum­ar. Einn helsti ráð­gjafi Hvals hf. Eg­il Ole Øen, norsk­ur dýra­lækn­ir, hann­aði hluta sprengju­skutuls­ins sem not­að­ur er við veið­arn­ar. Tals­vert er rætt um Eg­il í ný­legri skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um veið­arn­ar. Hann seg­ir í við­tali við Heim­ild­ina að sprengju­skutull­inn hafi bætt hval­veið­arn­ar mik­ið.
Sagan af því þegar Kristján slúttaði vertíð og kenndi frekum sjómönnum um
SkýringHvalveiðar

Sag­an af því þeg­ar Kristján slútt­aði ver­tíð og kenndi frek­um sjó­mönn­um um

Ár­ið 2012 hætti Kristján Lofts­son við að fara á hval­veiði­ver­tíð. Upp­gef­in ástæða var sú að Sjó­manna­fé­lag­ið gerð­ist svo djarft að setja fram kröf­ur um að Hval­ur hf. bætti hval­föng­ur­um af­nám sjó­manna­afslátt­ar­ins. Fyr­ir­hug­uð upp­gripa­vinna við hval­veið­ar og hvalskurð fyr­ir um hundrað manns það sumar­ið varð að engu, án þess að sam­tök vinn­andi fólks risu upp á aft­ur­lapp­irn­ar.
„Ég sá að það er hægt að kaupa hvalkjöt, er það rétt?“
Spurt & svaraðHvalveiðar

„Ég sá að það er hægt að kaupa hval­kjöt, er það rétt?“

Hval­veið­ar munu ekki fara fram í sum­ar. Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra tók í vik­unni ákvörð­un um að stöðva veið­ar á lang­reyð­um, tíma­bund­ið, til 31.ág­úst. Ákvörð­un­ina tók hún í kjöl­far af­drátt­ar­lauss álits fagráðs um vel­ferð dýra. Heim­ild­in fór á stúf­ana og fékk álit veg­far­enda, inn­lendra sem er­lendra, á hval­veið­um.

Mest lesið undanfarið ár